Franskt matarboð

Franskt matarboð

Var með lítið matarboð fyrir vinkonurnar og valdi franskt þema. Boðið var upp á oeufs majones í forrétt, franska lauksúpu í aðalrétt og franskar Madaleines í eftirrétt. Fallegt, einfalt og gott. Auglýsingar

Svartbauna borgarar

Svartbauna borgarar

Svartbauna borgarar eru mjög góðir og hollir grænmetis borgarar, það er hægt að hafa þá fyrir grænkera (vegan) með því að sleppa egginu og setja chia hlaup í staðin.

Fíflasíróp

Fíflasíróp

Eitt það allra besta út á pönnukökurnar, vöfflurnar eða ísinn er fíflasíróp. Heill her af fólki hatast við þessa plöntu og eyðir peningum, tíma og fáranlegum eiturefnum á eina af okkar sterkustu lækningajurtum sem einnig er stórkostleg planta þegar kemur að matargerð.

Að rækta sér til gleði og matar

Að rækta sér til gleði og matar

Skipulagið á sáningunni minni er ekki í topp klassa en ég reyni. Sniðugt er að gera miða úr skyrdósum til að stinga ofan í sáningar bakkana. Garðyrkjupokinn minn er saumaður úr plastpokum, ein besta gjöf sem ég hef fengið, frá Röggu vinkonu.

Græni drykkurinn sem allir geta búið til

Græni drykkurinn sem allir geta búið til

Fyrir stuttu síðan þóttu mér grænir drykkir vera bara fyrir ofur hetjur sem vissu allt um næringarefni, blandara, djúsvélar, töfrasprota, olíur og vítamín og þessi græni drykkur væri bara ekkert fyrir mig. En venjulega á morgnanna fékk ég mér ristað brauð t.d. með osti og sultu og svart te með mjólk út í.

Breytt matarræði búkonunnar

Breytt matarræði búkonunnar

Ég hef ekkert sett hér inn lengi vegna þess að ég hef verið að taka heilsuna í gegn. Þann 1. janúar á þessu ári, 2015, tók ég út allan sykur, allar mjólkurvörur, glúten og allt hveiti. En hvað borða ég þá?!!  Þetta var heldur betur bylting og nú eru allar sætu kökurnar farnar úr mínu … Lesa meira

Pavlova eftirréttur guðanna

Pavlova eftirréttur guðanna

Ég er viss um að guðirnir borði Pavlovu í sínum bestu veislum því Pavlova er hinn fullkomni eftirréttur: auðveldur, bragðgóður, fallegur, léttur í maga og unaðslega bragðgóður. Þetta er ekki marengs þótt margir haldi það. 

Jólaísinn þeirra ömmu og mömmu

Jólaísinn þeirra ömmu og mömmu

Heimagerður ís er eitt það besta sem hægt er að hafa í eftirrétt á jólunum. Þessi uppskrift er búin að vera lengi í fjölskyldunni. Amma mín Steinunn Gísladóttir lærði að gera hann þegar hún var vinnukona í vist á Laufásveginum árið 1947. Ísinn er himneskur og yndislega einfaldur.

Kjúklingabauna karrý/ Chana masala

Kjúklingabauna karrý/ Chana masala

Indverskur matur er alltaf númer eitt hjá mér og mínum. Þá eru það ekki sósur úr krukkum, heldur er úrvals hráefni eldað með indverskum kryddum. Sósur úr krukkum gefa ekki „rétta“ bragðið sem ég sækist eftir, en sósurnar sem þið gerið frá grunni eru svo miklu bragðmeiri og bragðbetri. Einnig vitið þið þá nákvæmlega hvað er … Lesa meira

Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu

Tómatar með basil, lauk og ólífuolíu

Þetta er réttur sem ég bý oft til þegar okkar guðdómlegu tómatar fylla heita gróðurhúsið okkar. Þetta er varla uppskrift en þannig eru bestu réttirnir, þeir eiga sér varla uppskrift. Kanarnir sem borðuðu með okkur áttu ekki til orð yfir bragðgæðum tómatanna.