Posted in mars 2012

Hvítbaunasúpa

Hvítbaunasúpa

Var að glugga í ítalska uppskriftarbók í gærkveldi og fann þar hvítbaunasúpu sem lofaði góðu en svo þegar á tók þá umbreytti ég aðferðinni og uppskriftinni. Upprunanlega uppskriftin kemur úr bókinni Italian Cooking, Encyclopedia. Baunir eru með því ódýrasta og hollasta sem þú kaupir. Þær eru fullar af trefjum, próteini, kalsíum og járni.

Grænbaunasúpa

Grænbaunasúpa

Búkonan heldur mest upp á súpur í augnablikinu. Vonandi fær hún næst dellu í franska matargerð af flottara taginu.  Þessi súpa er búin til úr frosnum grænum baunum sem fást alls staðar. Ég fékk uppskriftina úr bókinni Moosewood Cookbook eftir Mollie Katzen. Moosewood Restaurant var fyrsti grænmetisveitingastaðurinn í Bandaríkjunum og er mjög vinsæll í dag.

Spennandi og hollur hafragrautur

Spennandi og hollur hafragrautur

Hafragrautur getur verið óspennandi morgunmatur bara einn og sér til lengdar. En það er hægt að gera hafragrautinn afar girnilegann og aðeins hollari.  T.d. er frábært að sjóða hafrana og um leið setja einn niðurskorinn banana út í. Sjóða þetta saman og borða með bláberjum og hunangi.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Fátt er betra en góð hjónabandssæla. Ég hef prófað þó nokkuð margar uppskriftir af hjónabandssælu en þessi er sú lang besta. Uppskriftin kemur frá konu sem heitir Pat og býr í Bjarnarfirði á Ströndum. Ég fékk uppskriftina hjá henni haustið 2011 og hef bakað hana oft síðan þá.  

Peru clafoutis

Peru clafoutis

Eftirréttur með frönsku eftirnafni getur ekki verið annað en góður réttur.  En clafouti er réttur sem inniheldur ávexti sem eru settir á botninn á eldföstumóti, síðan er fallegu deigi sem inniheldur m.a. rjóma hellt yfir og allt látið bakast. Ávextirnir fljóta upp og til verður ómótstæðilegur réttur.

Berjaréttur

Berjaréttur

Þetta er ferskur og hressandi eftirréttur.  Ekki spilla berin fyrir en ég notaði, heimaræktuð frosin jarðarber, frosin bláber tínd af mér úr Ísafjarðardjúpi og heimaræktuð frosin hindber og svo setur rjóminn eða ísinn punkinn yfir i-ið. Uppskriftin kemur úr bókinni, Bragð í baráttunni, matur sem vinnur gegn krabbameini, eftir Richard Béliveau og Denis Gingras.