Berjaréttur

Þetta er ferskur og hressandi eftirréttur.  Ekki spilla berin fyrir en ég notaði, heimaræktuð frosin jarðarber, frosin bláber tínd af mér úr Ísafjarðardjúpi og heimaræktuð frosin hindber og svo setur rjóminn eða ísinn punkinn yfir i-ið. Uppskriftin kemur úr bókinni, Bragð í baráttunni, matur sem vinnur gegn krabbameini, eftir Richard Béliveau og Denis Gingras. Ég nota þessa bók mikið vegna þess að uppskriftirnar í henni eru hollar, einfaldar og ansi bragðgóðar.  Ber eru eitt það hollasta sem við getum borðað en þau eru t.d. sögð innihalda krafmiklar krabbameinshamlandi sameindir. Ekki verra myndi ég segja.  Ef þið ætlið að nota frosin ber ekki afþýða þau fyrirfram.


Innihald
90 gr hafrar, gott er að nota tröllahafra eða bara þessa venjulegu sem þið gerið hafragrautinn úr
120 g púðursykur
35 g hveiti
3 msk kalt smjör
600 g blönduð ber, fersk eða frosin

Hitið ofninn í 180°C. Setjið berin í botninn á eldföstu formi sem er um það bil 20x 20 cm. Búið til deigið með því að blanda saman höfrum, púðursykri, hveiti og smjöri þar til allt er orðið samlagað. Ég gerði þetta bara með höndunum og þegar ég fann enga smjörkekki lengur í blöndunni þá setti ég allt yfir berin.

Bakist í 30-40 mín eða þar til það bubblar vel í berjunum og komin er fallegur brúnn litur á hafrana.

Gott að láta standa í svona 15 mínútur áður en borið er fram þar sem þetta er mjög heitt þegar þetta kemur úr ofninum og getur brennt bæði litla og stóra munna. Ís eða rjómi fer afar vel með þessum rétti.

Njótið! Passar fyrir 5-6.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Berjaréttur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s