Hjónabandssæla

Fátt er betra en góð hjónabandssæla. Ég hef prófað þó nokkuð margar uppskriftir af hjónabandssælu en þessi er sú lang besta. Uppskriftin kemur frá konu sem heitir Pat og býr í Bjarnarfirði á Ströndum. Ég fékk uppskriftina hjá henni haustið 2011 og hef bakað hana oft síðan þá.  

Pat sagði að galdurinn við góða hjónabandssælu væri að hræra deigið í höndunum, alls ekki í hrærivélinni .Ef þið freistist til að setja deigið í hrærivélina þá meigið þið búast við of hrærðu deigi og alls ekki góðri köku.  Það mætti kannski segja að hjónabandssæla flokkist undir „slow food“, eða hægt gerðan mat.  Munið að taka smjörið út úr kælinum svoldið áður en þið búið til deigið.

Ég nota sleif og einnig myl ég smjörið saman við þurrefnin.  Sultan sem ég nota er rabbabarasulta búin til af mér.  Ég notaði eina krukku af rabbabarasultu á þessa köku, eins og Mömmu sulta er seld í sem er um það bil 250-300 g . En það fer algjörlega eftir smekk ykkar hve mikla sultu þið viljið setja. Einn bolli er um það bil 2 og 1/3 dl.

3 bollar haframjöl
1 bolli hveiti
1 bolli heilhveiti
2 bollar púðursykur
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
250 g smjör, mjúkt
1 msk mjólk

Það er yndislega mikið smjör í þessari köku þess vegna er hún svona góð.

Blandið öllu saman í skál og hnoðið með sleif eða höndunum.  Smyrjið kökumót með smjöri  25×30 cm.  Setjið síðan helminginn í ferkantað mót og þrýstið niður með höndunum. Svo setjið þið nóg af rabbabarasultu ofan á þetta þannig að hún hylji deigið. Næst dreifið þið afganginum af deiginu yfir þetta og leyfið því að vera grófu ofan á. Bakist við 180°C , í um það bil 35-40 mín eða þar til kakan er orðin brún ofan á. Þetta er sæla sem gaman er að bjóða upp á.

Þarna er búið að setja helminginn af deiginu í  smurt mótið, og einnig er búið að þjappa því vel ofan í mótið.

Næst er að setja rabarbarasultuna ofan á, það fer eftir smekk hvers og eins hve mikið er sett, mér þykir gott að hafa mikla sultu enda er ég óforbetranlegur sælkeri á sultur.

Allt tilbúið fyrir ofninn.

Þessi kaka geymist vel í lokuðum kökudúnk á köldum stað, munið að setja smjörpappír á botninn í kökudúnkinum áður en þið raðið kökusneiðunum í hann.

Verði ykkur að góðu.

7 thoughts on “Hjónabandssæla

  1. Mmmm…langar í hjónabandssælu NÚNA ásamt glasi af ískaldri mjólk.
    Hlakka mjög til að sjá fleiri uppskriftir.
    kv.Iðunn.

  2. Bakvísun: Quiche búkonunnar « Búkonan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s