Peru clafoutis

Eftirréttur með frönsku eftirnafni getur ekki verið annað en góður réttur.  En clafouti er réttur sem inniheldur ávexti sem eru settir á botninn á eldföstumóti, síðan er fallegu deigi sem inniheldur m.a. rjóma hellt yfir og allt látið bakast. Ávextirnir fljóta upp og til verður ómótstæðilegur réttur.

Soðning

4 perur, flysjaðar, kjarnhreinsaðar, skornar í fjóra bita hver
50 g sykur
2 stjörnu anísar
1 kanil stöng
500 ml vatn

Deig

3 egg
100 g sykur
3 vanilludropar
50 g hveiti
100 ml mjólk
50 ml rjómi

Byrjið á því að flysja og kjarnhreinsa perurnar og skera hverja og eina í um það bil fjóra hluta. Ég mæli með því að nota ferskar og lífrænt vottaðar perur en ef þið komist ekki yfir þær þá er allt í lagi að nota perur úr dós.  Setjið perurnar í pott ásamt: sykri, kanilstöng, stjörnuanís og vatni. Látið koma upp suðu, lækkið hitann og leyfið þessu að malla í um það bil 10-20 mín eða þar til perurnar eru orðnar mjúkar. Takið af hellunni og látið kólna í vökvanum.

Næst búið þið til deigið. Þeytið saman í skál: egg, vanilludropa og sykur, þar til það er orðið að léttu og ljósu deigi.  Næst setjið þið hveitið út í, klípu af salti eins og passar á hnífsodd og hrærið þetta vel saman. Að lokum setjið þið mjólkina og rjómann út í og hrærið vel.

Núna raðið þið perunum í botninn á eldföstu formi sem er um það bil 20×20 cm en má vera stærra, prófið ykkur bara áfram. Ég notaði lítinn leirpott sem er með loki, það kom vel út að hafa lokið á meðan þetta bakaðist og svo tók ég lokið af til að fá smá brúnann lit á réttinn. Bakist við 180°C í um það bil 1 klst, eða þar til ekkert af vökvanum kemur upp á yfirborðið þegar þú tekur í formið og hrisstir það aðeins til.

Berist fram með rjóma.  Ég þakka tímaritinu: Jamie, making you a better cook, issue 27, mars/apríl 2012, fyrir þessa uppskrift. Uppskriftin passar fyrir fjóra til fimm.

Verði ykkur að góðu.

Auglýsingar

One thought on “Peru clafoutis

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s