Grænbaunasúpa

Búkonan heldur mest upp á súpur í augnablikinu. Vonandi fær hún næst dellu í franska matargerð af flottara taginu.  Þessi súpa er búin til úr frosnum grænum baunum sem fást alls staðar. Ég fékk uppskriftina úr bókinni Moosewood Cookbook eftir Mollie Katzen. Moosewood Restaurant var fyrsti grænmetisveitingastaðurinn í Bandaríkjunum og er mjög vinsæll í dag.

Búkonan væri til í að skreppa þangað í morgunmat einhvern daginn. Einnig hafa þeir gefið út þó nokkrar uppskriftarbækur sem eru allar mjög áhugaverðar. Þessi súpa er ekki lík neinni súpu sem ég hef gert áður en bragðið er mjög sérstakt vegna þess að í lokin þegar súpan er tilbúin þá er sett rauðvínsedik út í hana og það gefur alveg ótrúlegt bragð þegar það blandast grænmetinu. Þessi súpa er mjög holl, einföld og í hana fer ódýrt hráefni. Uppskriftin passar fyrir fjóra.

400 g grænar baunir, fást frosnar úti í búð
1 1/2 l vatn
1 lárviðarlauf
2 tsk salt
1 tsk sinnep fræ mulin í morteli, eða 1 tsk sinnep duft
2 meðal stórir laukar, saxaðir smátt
5 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
3 leggir af sellerí, saxaðir í bita
2 meðal stórar gulrætur, saxaðar í sneiðar
1  lítil kartafla skorin í þunnar sneiðar
Mikið af svörtum pipar, ég notaði 1 1/2 tsk
3 msk rauðvínsedik

Þar sem þú ert að öllum líkindum að nota frosnar baunir þá skaltu taka pokann og skella honum í borðið þannig að bauna haugurinn brotni upp í pokanum, opnaðu svo pokann og taktu slatta og settu í sigti. Láttu síðan heitt vatn renna örsutt á baunirnar þannig nærðu þeim í sundur og getur vigtað þær auðveldlega.  Settu baunirnar í pott ásamt vatni, lárviðarlaufi, salti og sinnepskryddi.

Mulin sinnepsfræ ásamt laukum á leið í súpuna.

Ég átti bara til sinnepsfræ sem ég muldi í mortelinu mínu og það virkar líka vel. Látið suðuna koma upp og leyfið öllu að malla í 20 mínútur. Á meðan getur þú skorið niður grænmetið.

Saxað grænmeti tilbúið út í súpuna og baunirnar að verða tilbúnar.

Eftir 20 mínútur setur þú laukinn, hvítlaukinn, selleríið, gulræturnar og kartöfluna út í súpuna og látið nú súpuna malla í 40 mínútur. Gott er að hræra af og til í súpunni og ef þess þarf bættu við vatni. Rétt áður en þú berð súpuna fram skaltu setja svarta piparinn út í ásamt rauðvínsedikinu. Súpan er tilbúin. Berist helst fram með heimabökuðu brauði og góðu íslensku vatni.

Þarna er grænbaunasúpan að malla og hún smakkaðist frábærlega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s