Spennandi og hollur hafragrautur

Hafragrautur getur verið óspennandi morgunmatur bara einn og sér til lengdar. En það er hægt að gera hafragrautinn afar girnilegann og aðeins hollari.  T.d. er frábært að sjóða hafrana og um leið setja einn niðurskorinn banana út í. Sjóða þetta saman og borða með bláberjum og hunangi.

Í morgun var lagaður ofur grautur, en hann inniheldur: fjallagrös, banana, chia fræ, möluð hörfræ og frosin íslensk bláber. Fjallagrösin eru auðug af steinefnum og trefjum, bananar hafa góð áhrif á blóðsykurinn, chia fræin innihalda prótein og kalk, hörfræin innihalda ómega 3 fitusýrur sem eru nauðsynlegar líkamanum og eru t.d talin geta unnið á móti hjartasjúkdómum. Ég mala alltaf hörfræin mín í kaffikvörn sem er bara notuð fyrir jurtir og geymi þau alltaf
í glerkrukku í ísskápnum. Bláberin eru sögð vera ofurfæða og því trúi ég, þau innihalda mikið af c-vítamíni og eru stútfull af andoxunarefnum. Svo að seinustu eru það hafrarnir sjálfir sem eru trefjaríkir og góðir fyrir meltinguna.  Athugið að þessi uppskrift er miðuð við tvo.

Spennandi og hollur hafragrautur

Handfylli af fjallagrösum
5 dl vatn
1 banani í sneiðum
2 dl hafrar
2 msk bláber
2 msk möluð hörfræ
2 tsk chia fræ

Tekin er handfylli af fjallgrösum og þau sett í pott með um það bil 5 dl af vatni, eða nóg til að það fljóti yfir grösin. Suðu er náð upp á grösunum og þau látin malla í 20 mínútur til þess að ná allri næringunni úr þeim yfir í vökvann.

Eftir það er gott að taka fram skærin og klippa þau í sundur, bara skella skærunum ofan í pottinn og klippa. Það er ekkert sérstakt að hafa grösin of stór í grautnum. Síðan skaltu setja einn banana í sneiðum út í grautinn, hafrana og smá meira vatn. Sjóddu þetta að minnsta kosti í 10 mínútur og grauturinn er tilbúinn. Meðan verið er að sjóða grautinn þarf að fylgjast vel með honum því hann brennur auðveldlega við ef lítið vatn er í honum, passið að bæta vatni út í hann ef þess er þörf.

Ausið á diskinn, chiafræ, möluð hörfræ og bláber sett út á, ásamt mjólk. Borðist með bros á vör. Þessi grautur færir hlýju í magann og orku í kroppinn. Búkonan þakkar Bárði R. Jónssyni fyrir ráðleggingarnar um að notkun fjallagrasa í hafragrautargerð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s