Hvítbaunasúpa

Var að glugga í ítalska uppskriftarbók í gærkveldi og fann þar hvítbaunasúpu sem lofaði góðu en svo þegar á tók þá umbreytti ég aðferðinni og uppskriftinni. Upprunanlega uppskriftin kemur úr bókinni Italian Cooking, Encyclopedia. Baunir eru með því ódýrasta og hollasta sem þú kaupir. Þær eru fullar af trefjum, próteini, kalsíum og járni.

Ég er stanslaust að gera tilraunir með baunir og það er til mikið af alls kyns baunum í þessum heimi skal ég segja ykkur og þessi baunaheimur getur verið eins og frumskógur í fyrstu. En svo þegar þið byrjið að nota baunir þá viljið þið prófa sem flestar gerðir af þeim.  Hvítar baunir heita á ensku white beans.  Þær fást í nærri hverri matvörubúð hér á landi.  Mínar fékk ég í Bónus…en búkonan vildi helst geta ræktað allt sjálf í stað þess að þurfa að versla úti í búð.

En yfir í uppskriftina. Þið verðið að muna að leggja baunirnar í bleyti nóttina áður en þið ætlið að elda þær því þær eru harðar sem grjót og erfitt er að sjóða þær ef þær eru ekki búnar að liggja í bleyti.

350 g hvítar baunir, lagðar í bleyti yfir nótt
1 laukur smátt saxaður
4 hvítlauksgeirar fínt saxaðir
1 gulrót söxuð í sneiðar
1 leggur af sellerí saxaður í sneiðar
1 dós af söxuðum tómötum, 440 g dósir

1 1/2 tsk timjan
750 ml vatn
1 lárviðarlauf
1 grænmetisteningur

Salt og pipar eftir smekk, en setti um 1/2 tsk salt og 1 tsk af grófum svörtum pipar
1 1/2 tsk þurrkað timjan

Sjóðið baunirnar í tvo tíma. Eftir það ættu þær að vera orðnar mjúkar. Hellið af þeim og maukið um það bil helminginn með töfrasprota eða í matvinnsluvél, setjið þær aftur í pottinn.

Hvítbaunirnar tilbúnar og einnig tómatmaukið sem fer í súpuna.

Steikið næst laukinn og hvítlaukinn á pönnu með ólivíuolíu þar til þeir eru farnir að svitna, setjið þá selleríið og gulrótina út í og steikið smá meir. Hellið tómötunum úr dós yfir, piprið, saltið og setjið timjanið út í. Leyfið þessu að malla á pönnunni í 10 mín. Hellið nú 750 ml af vatni yfir baunirnar þar sem þær eru í pottinum, setjið svo lárviðarlaufið út í, tómatblönduna og grænmetisteninginn. Látið malla rólega í þrjú korter.

Berið fram með brauði og vatni með klökum sem í eru myntulauf. Smá mont hér. En í fyrrasumar tók ég lauf af myntunni minni og frysti þau í klakaboxi. Svona er auðvelt að búa til fallega en einfalda hluti.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Hvítbaunasúpa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s