Posted in apríl 2012

Indversk egg

Indversk egg

Ég bý stundum til þennan rétt þegar það vantar eitthvað heitt og létt að borða og lítill tími er til stefnu. Eina sem þarf að eiga eru: tómatar í dós, egg, laukur, hvítlaukur ásamt kryddunum, kummin (cummin) og túrmerik.

Graskersbaka

Graskersbaka

Í Kanada og Bandaríkjunum þá er graskersbakan einkennandi fyrir Þakkargjörðardaginn. Hlaðborðið svignar af kræsingum og alltaf er eina eða fleiri graskersbökur að finna á borðinu. Þessi baka tengist haustinu og byrjun vetrar en þá er uppskeran nýkomin í hús. 

Vínrabarbari er góð búbót

Vínrabarbari er góð búbót

Eftir heimsókn á Strandir til vina og kunningja kom ég heim með sex hnausa af vínrabarbara, það þótti mér fengur hinn meiri.  Ég er snobbhænsn þegar kemur að rabarbara. Ég vil hafa þá rauða ekki græna og súra.

Engifer og sætkartöflusúpa

Engifer og sætkartöflusúpa

Vegna viðvarandi kverkaskíts var búin til súpa í kvöld sem inniheldur lækningajurtina og kryddið engifer. Ég hef tröllatrú á engiferi, sem heitir á latínu Zingiber officinale. Það er sagt vera gott að nota í byrjun flensu eða kvefs.

Fiskisúpa Rósu

Fiskisúpa Rósu

Ég er ekki örugg með mig þegar kemur að fiskisúpum, en þá er bara að demba sér út í það og æfa sig. Þetta er önnur fiskisúpan sem ég prófa að búa til. Þessi súpa er góð og það er gaman dunda sér við að búa hana til.

Vegan súkkulaðikaka

Vegan súkkulaðikaka

Ég átti von á góðum gestum í morgun og ákvað að baka þessa köku.  Mig hefur lengi langað til að prófa þessa uppskrift. Kakan er þétt í sér og bragðmikil. Vegan fæði er grænmetisfæði en líka án dýraafurða sem þýðir: engin egg, engar mjólkurafurðir eða hunang. Þessi kaka er eggja-og mjólkurlaus.

Hvítkálssúpa með kjúklingabaunum og karrý

Hvítkálssúpa með kjúklingabaunum og karrý

Súpa verður það heillin. Ég hef þegar viðurkennt það að ég er með einhverja dellu fyrir súpum og ef ég sé uppskrift sem kittlar mig í nefnið og tunguna þá verð ég að prófa hana. Þessi súpa kom á óvart og sveik ekki bragðlaukana. Ég leita alltaf eftir því sama í fari súpunnar.

Brauð í fötu

Brauð í fötu

Þetta er franskbrauð eins og þau gerast best. Brauðið heitir fötubrauð vegna þess að deigið er hægt að geyma í fötu inn í ísskáp í allt að 10- 12 daga. Svo er hægt að taka klípu af því til að nota í brauð eða pizzubotn. Brauðið er einstaklega stökkt og bragðgott.

Vorplönturnar vakna

Vorplönturnar vakna

Graslaukurinn (Allium schoenoprasum) minn er svo fallegur á litinn að hann æpir á mig um að ég noti hann í hina ýmsu rétti.  Sólin skein bjart um helgina og jurtirnar sem eru að vakna fengu auka kraft og ég er ekki frá því að mannfólkið hafi einnig fengið einhvern skammt af þessum krafti.

Tómatasúpa með rauðum linsubaunum

Tómatasúpa með rauðum linsubaunum

Þessa súpu er gott að hafa í farteskinu þegar það þarf að vippa upp heitum og hollum mat á stuttum tíma.  Linsurnar, tómatarnir, laukurinn, hvítlaukurinn og kryddið garam masala gera súpuna næringarríka og bragðgóða. Linsubaunir eru fullar af próteini og kolvetni og nær engin fita er í þeim.  Þetta er tómatasúpa með indverskum keim.