Brauðið sem þarf ekki að hnoða

Eftir að ég fór að baka þetta brauð  þá hefur varla verið keypt brauð inn á heimilið. Þetta brauð er einfallt, hollt, bragðgott og ódýrt. Öll heimili ættu að baka sín brauð vegna þess að það er svo gaman og þú færð varla betra eða hollara brauð en það sem þú bakar. Ef vel ætti að vera ætti að vera til íslenskt hveiti úti í búð sem væri lífrænt vottað.

Þegar þessi uppskrift birtist í New York Times árið 2006 varð allt vitlaust í New York, það fóru allir að baka. Síðan rakst ég á þessa uppskrift í lok árs 2007 í tímaritinu Mother Earth News . Ég einfaldaði þessa brauðaðferð og er himinlifandi með útkomuna á brauðinu.

Það sem þarf að eiga er eldfast form með loki. T.d. er leirpottur áskjósanlegur, en passið að nota ekki of stóra potta þá verður ekki mikið úr brauðinu. Ég hef gróflega reiknað út kostnaðinn af þessu brauði og hann er um 90 krónur á eitt brauð.

Hér er uppskriftin sem er svo einföld að þú átt ekki eftir að trúa því. Ég hef tvöfaldað hana hérna svo hún passi í leirpottinn minn.

3 bollar vatn, 1 bolli er um 240 ml
1/2 tsk ger
2 dl fræ, t.d. sólblómafræ og hörfræ
2 1/2 tsk salt
6 bollar hveiti, 1 bolli er um 265 g

Þegar þú kemur heim úr vinnunni seinni part dags, t.d. kl 17:00 þá skaltu búa til deigið. Þú hitar 3 bolla af vatni upp í 37°C , ef þú hefur vatnið of heitt þá drepur þú gerið og brauðið verður að steini. Síðan hellir þú vatninu í skálina sem þú ætlar að vinna deigið í og setur gerið út í, hræra því vel saman við vatnið með písk. Næst setur þú þau fræ sem þú villt nota, gott er að nota sólblómafræ eða fræblöndu.

Svo fer saltið út í og að lokum hveitið. Ég hef sett 2 bolla af hvítu hveiti, 2 bolla af heilhveiti og 2 bolla af hveitiklíði, þetta gefur gott og dökkt brauð. Endilega prófið ykkur áfram með samsetningu á hveitinu.

Allt komið í skálina og deigið tilbúið til þess að hefast þar til næsta dag.

Síðan hrærið þið þessu saman, deigið á að vera mjög blautt. Þegar öll þurrefnin hafa blandast vel saman, þá setjið þið poka yfir skálina og strekkið hann vel svo hann festist ekki í deiginu þegar það fer að lyfta sér. Settu svo skálina á hlýjan stað og þar skal hún dúsa þar til þú kemur heim næsta dag úr vinnu.

Næsta dag hefur deigið risið vel og er tilbúið, hrærið smá hveiti saman við það áður en því er hellt í brauðformið.

Þá skaltu taka skálina og dreifðu smá hveiti ofan á deigið, hrærðu því saman við deigið. Næst skaltu setja smjörpappír ofan í þann pott sem þú ætlar að nota og síðan hellir þú deiginu ofan í pottinn. Settu nú pottinn inn í 180°C heitann ofn. Bakist í einn og hálfann tíma, einn tíma með lokinu og í um hálfann tíma án loksins.

Verði ykkur að góðu.

8 thoughts on “Brauðið sem þarf ekki að hnoða

    • Það gæti verið frekar erfitt þar sem deigið er mjög blautt og þarf að bakast í potti sem heldur utan um það. En það væri hægt að baka bollurnar í muffinsformum, þessum úr járni. Þá getur þú mokað deiginu ofan í hvert form sem í er bréf muffins form. Ég hef aldrei prófað það en sakar ekki að prófa.

  1. Ég hlakka til á morgun. Ég er búinn að setja í svona deig. Tvöfaldaði uppskriftina frá þessari og ætla að fá risabrauð út úr því. Á ég þá kannski að lækka hitann aðeins og lengja tímann? 😉

    • Frábært framtak Siggi! Myndi hafa sama hita en lengja tímann. En það er ekkert mál að kíkja og stinga í brauðið með prjón til að athuga með baksturinn. Mikið klístur á prjóninum allt í klessu enn þá. 3 tímar ætti að vera málið með þetta brauð þegar það er svona stórt, það að taka lokið af pottinum þegar það er um það bil hálftími eftir af bakstrinum losar raka úr brauðinu og gefur því fallega skorpu. Láttu mig vita hvernig gekk.

  2. Þetta gekk rosalega vel. Brauðið er mikið og bústið og bara skrambi búkonulegt. Ég notaði ofnpottinn minn. Brauðið bragðast vel en ég held samt ég hefði mátt hafa örlítið meira salt. Blandaði heilhveiti og hveiti til jafns og setti hálfa matskeið sykurs til hjálpar við gerjunina. Þrusu uppskrift. Takk fyrir hana. 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s