Pakistanskar kótiletturLambakótilettur að pakistönskum sið voru sunnudagssteikin í dag, alveg fáranlega bragðgóður réttur og kótiletturnar fá að njóta sín. Ég hef alltaf haldið upp á indverskan mat og ekki er pakistanskur síðri. Madhur Jaffrey er svo sannarlega frábær kokkur og þessi uppskrift leyndist í einni af bókunum hennar, At home with Madhur Jaffrey.

Byrjið á því að búa til marineringuna, smyrjið henni á kóteletturnar og látið þær bíða í ísskáp í allt að 24 tíma, en ætti að sleppa í fjóra tíma.

Mareneringin komin í skálin, fallegir litir á indversku kryddunum.

Ég lét mínar kótilettur bíða yfir nótt, setti mareneringuna á um kvöldið og eldaði þær í hádeginu daginn eftir og þær komu þvílíkt vel út. Einnig lét ég kótiletturnar vera í eldföstu móti í ísskápnum úr keramiki, en helst ekki nota málmform, það eru alls konar efni sem geta losnað úr málminum yfir í kjötið.

Þegar kótiletturnar eru búnar að marenerast þá skulið þið pennsla þær með ólivíuolíu.  Setjið svo formið inn í ofn sem þegar er orðinn heitur um 200°C, og stillið á grill. Látið þær vera í fimm mínútur undir grillinu, snúið þeim svo við og látið vera í tíu mínútur í viðbót undir grillinu. Ég hafði rekkann frekar nálægt grillinu og þær urðu fallega brúnar. Berið fram með hrísgrjónum, mango chutney og fersku salati.

Allt tilbúið.

Marenering
4 tsk fínt saxað engifer
2 tsk fínt saxaður hvítlaukur
1 msk sítrónu safi
1 1/4 tsk salt
1/2 tsk cayanne pipar, duft
Smá svartur pipar, eins og þér finnst hennta
1/2 tsk garam masala krydd (fæst í öllum búðum)
8 lambakótilettur

Passar fyrir 3-4.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s