Allt að gerast

Ég og húskarlinn erum búin að skoða fræ bæklinga síðan í janúar. Við ræðum út og suður hvað væri gaman að rækta og hvernig. Við erum forfallnir ræktendur og allt sem við ræktum er frá fræjum sem eru vottuð lífræn og eru ekki erfðabreytt . Hér sjáið þið gúrku og zucchini plöntur.

Við notum ekki tilbúinn áburð aðeins sauðatað og aldrei skordýraeitur sem sagt: lífræn ræktun. Húskarlinn sér um tómatana og salatið en ég er mest í chillíum, zucchini, gúrkum, kartöflum, berjum og kryddjurtum. Svo rækta ég morgunfrú sem ég nota í kremgerðina mína. Nú eru gúrkurnar, zucchini, basil, oregano, salat, chillí og tómatar búnir að kíkja upp úr moldinni. Hér eru nokkrar myndir af allri dýrðinni sem hægt verður að háma í sig í sumar og búa til himneska rétti úr.

Ég get ekki beðið eftir uppskerunni. Skoðið endilega myndirnar hérna fyrir neðan.

Morgunfrú til vinstri og basil jurtir til hægri

Oregano fremst á myndinni og chillí plöntur fjær

Ég missti aðeins úr fræpokanum þar sem oregano er allt í haug og fæ að dunda mér við að prikkla út þessar plöntur í marga potta, það mun vera hið mesta fjör.

Tómataplöntur af alls konar gerðum

Það verður ótrúlega spennandi að sjá uppskeruna frá þessum fögru plöntum.

Salatið í örum vexti

Allt þetta og meira til verður ræktað í sumar. Von er á sex eplatrjám í vor og við ætlum einnig að búa til kartöflugarð í sumar ásamt því að stækka salatræktunina um meira en helming.  Búkonan gæti ekki verið hamingjusamari.

4 thoughts on “Allt að gerast

  1. Þetta er allt frábært hjá þér! Seturðu eitthvað af þessu á pinterest? Þú fengir fleiri þúsund áhangendur þar:)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s