Fléttubrauð

Þetta er fyrsta brauðið sem ég lærði að baka. Myndin af því var svo falleg í uppskriftarbókinni hennar mömmu að ég ákvað að reyna við þetta fagra brauð og ég hætti ekki fyrr en brauðið mitt varð fallegra en það sem er í bókinni. 

Það er frábært að búa þetta brauð til fyrir hátíðir eins og páska, jól eða gefa í afmælisgjafir. Þetta brauð líkist líklega Challah, sem er brauð sem Gyðingar baka mikið, smá sætt en létt í sér og ótrúlega mjúkt. Venjulega eru ekki egg í brauðum en það eru egg í þessu brauði. Uppskriftin kemur úr gamalli matreiðslubók sem heitir: Áttu von á gestum? Það er stundum hægt að rekast á þessa bók á bókamörkuðum en í henni eru margar mjög áhugaverðar uppskriftir. Ég baka alltaf þetta brauð þegar ég heimsæki foreldra mína, þau vita varla betra brauð.

5 tsk þurrger
5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus
2 tsk salt
1 msk sykur
2 egg
4 msk matarolía
16 dl hveiti

Leysið gerið upp í volgum vökvanum. Hærið það upp með písk. Næst eru eggin, sykurinn, olían og saltið sett út í. Hrærið vel saman með písk þar til kemur froða í vökvann. Hveitinu er hrært smátt og smátt saman við vökvann, þar til búið er að ná saman í gott deig sem klístrast ekki við skálina en er mjúkt og smá rakt. Látið lyftast í eina klukkustund á volgum stað.

Takið nú deigið úr skálinni og hnoðið það vel á borði þið gætuð þurft að bæta smá hveiti við deigið. Síðan byrjar það skemmtilega. Það er að skera það upp þannig að hægt sé að flétta tvær fléttur, eina stóra og aðra litla. Skerið þrjár stórar sneiðar af deiginu og passið að hafa smá klípu sem hægt er að skera í þrjár litlar sneiðar. Rúllið hverri sneið í lengjur, um það bil 35 cm langar, eða eins og passa á bökunarplötuna ykkar.

Fléttið lengjurnar þrjár og ýtið endunum aðeins undir brauðið, svo það verði ekki þurr horn á brauðinu. Fléttuna sem fer ofan á er best að hafa minni en þá sem er undir, t.d.  20 cm langa. Það er oftast best að flétta brauðið ofan á bökunapappírnum sem búið er að setja á bökunarplötuna. En þegar þið hafið náð valdi yfir deiginu skiptir engu máli hvort þið fléttið það á plötunni eða á vinnuborðinu ykkar. Þegar búið er að flétta brauðið, látið það þá hefast á hlýjum stað í 30 mínútur.

Á meðan brauðið er að hefast skuluð þið hita ofninn upp í 180°C og setja t.d. kökuform í botninn á ofninum sem er fullt af köldu vatni. Þetta er mjög mikilvægt því með þessu búið þið til raka í ofninum sem gefur fallega skorpu á brauðið. Rétt áður en brauðið fer inn í ofninn skuluð þið pennsla brauðið með einu eggi. Mér þykir best að brjóta egg í bolla og hræra það upp með gaffli, síðan pennsla ég öllu egginu yfir brauðið. Setjið nú brauðið inn í heitann ofninn og látið bakast í um það bil 35-40 mínútur. Eða þar til vel risið og fallega brúnn litur er komið á skorpuna.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Fléttubrauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s