Tómatasúpa með rauðum linsubaunum


Þessa súpu er gott að hafa í farteskinu þegar það þarf að vippa upp heitum og hollum mat á stuttum tíma.  Linsurnar, tómatarnir, laukurinn, hvítlaukurinn og kryddið garam masala gera súpuna næringarríka og bragðgóða. Linsubaunir eru fullar af próteini og kolvetni og nær engin fita er í þeim.  Þetta er tómatasúpa með indverskum keim. 

Linsubaunir er gott að nota í súpur og það þarf ekki að leggja þær í bleyti áður en þær eru eldaðar. Tómatarnir sem ég notaði eru tómatar sem við ræktuðum í fyrrasumar, þeir voru velþroskaðir og ekki góðir ofan á brauð eða í salat. Þannig að við suðum þá rólega með smá vatni, sigtuðum til að ná hýðinu frá og svo frystum við tómatagumsið. Hágæða tómatar til að nota  í sósu- og súpugerð. Það væri óskandi að svona tómatar væru í boði fyrir alla hér á landi.

En það er svo margt sem væri óskandi hvað varðar heilbryggði matarins hér á landi sem og erlendis.  Mikið er eftir ógert í þessum málum sem við sem áhugafólk um mat, heilsu og umhverfismál getum tekið þátt í að breyta til betri vegar. En nú er mál að linni og hér er uppskriftin sem ég man ekki hvaðan ég fékk.

1 laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
1 dós af söxuðum tómötum 440 g, helst lífrænt vottuðum
1/2 líter af vatni
1 grænmetisteningur
5 msk af rauðum linsubaunum
2 tsk garam masala, indverskt krydd
1/4 tsk chillí duft
1/2 tsk svartur grófur pipar
1/2 tsk salt, notaði gróft sjávarsalt

Allt sett saman í einn pott, suðan látin koma upp og látið malla í um það bil 20 mínútur, eða þar til rauðu linsurnar eru orðnar mjúkar. Passið að hræra vel í pottinum því linsurnar vilja festast við botninn. Það er gott að mauka súpuna með töfrasprota en mér þykur hún betri ómaukuð, prófið ykkur áfram. Það gæti þurft að bæta vatni í súpuna af og til, til að hún verði ekki of þykk. Hellið í skál og setjið um það bil  2 tsk af hreinni jógúrt eða AB mjólk út á.

Verði ykkur að góðu.  Passar fyrir fjóra.

3 thoughts on “Tómatasúpa með rauðum linsubaunum

  1. Langar að prófa þessa….á einmitt linsur…og allt hitt….nema masala-krydd…!!
    Takk fyrir þessa uppskrift! ;o)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s