Hvítkálssúpa með kjúklingabaunum og karrýSúpa verður það heillin. Ég hef þegar viðurkennt það að ég er með einhverja dellu fyrir súpum og ef ég sé uppskrift sem kittlar mig í nefnið og tunguna þá verð ég að prófa hana. Þessi súpa kom á óvart og sveik ekki bragðlaukana. Ég leita alltaf eftir því sama í fari súpunnar.

Að hún sé: einföld, holl, ódýr, búin til frá grunni og sé bragðgóð. Kannski eins og sumir falla alltaf fyrir sömu týpunni?

Húskarlinn gaf mér gjöf um daginn. Það er ekki erfitt að gleðja búkonu ef þú gefur henni eldhúsdót eða uppskriftarbók. Hann gaf mér frábæra gjöf, uppskriftarbókina Super Natural Every day, eftir Heidi Swanson sem er eldhússtjarna í Ameríkunni. Auðvitað skoðaði ég strax súpurnar hennar og þetta er fyrsta uppskriftin sem ég elda úr þessari bók. Hvítkál inniheldur t.d. A- og C-vítamín og einnig járn, stikklar og lauf blaðanna innihalda mikið af trefjum, sem sagt: meinhollt!

Innihald
1/2 haus af hvítkáli, 450 gr smátt saxað
1 msk extra virgin olivíu olía, ég bætti smá meir
1 tsk sjávar salt
225 g kartöflur, saxaðar í litla bita með hýðinu á
2 msk karrý
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 laukur um það bil 120 gr, smátt saxaður
1.25 lítrar af grænmetissoði, setja 2 grænmetisteninga út í vatn,koma upp suðu og tilbúið er soð.
1 dós af kjúklingabaunum 425 g, helst lífrænt vottaðar

Byrjið á því að hreinsa ljótu laufin utan af hvítkálshausnum, vigtið hann og skerið til þar til þið eruð komin með 450 g. Saxið nú laufin í þunna strimla og hafið þá helst ekki lengri en 2.5 cm.

Setjið allt í skál. Næst er að búa til grænmetissoðið í ekkert of stórum potti, notið 2 grænmetisteninga í 1. 25 lítra af vatni, náið upp suðu, pískið aðeins til og soðið er tilbúið, takið af hellunni. Mun fjalla seinna um hvernig á að búa til soð frá grunni án þess að nota teninga.

Næsta skref er að vigta kartöflur og saxa þær í litla bita, setja til hliðar. Saxa hvítlauk, setja til hliðar og saxa lauk og setja til hliðar. Svo er að taka fram súpupottinn og setja 1 msk af extra virgin olive olíu í hann og skella kartöflunum út í ásamt 1 tsk af salti, hafið meðalhita á hellunni. Steikið þær þar til þær eru farnar að ná smá lit eða í um það bil 5-8 mínútur.

Setjið svo karrý út í ásamt hvítlauk og lauk. Hrærið vel saman og steikið í um það bil 1 mínútu. Hellið því næst soðinu út í og einnig kjúklingabaununum. Þegar suðan kemur upp þá má setja allt hvítkálið út í. Súpan er tilbúin þegar hvítkálið er orðið mjúkt. Ég lét mína súpu malla rólega í um það bil 40 mínútur. Munið að smakka hana til áður en hún er borin fram og kannski þarf að bæta við salti.  Gullna regla er sú að bera aldrei neitt fram fyrr en þú hefur smakkað það.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s