Vegan súkkulaðikaka

Ég átti von á góðum gestum í morgun og ákvað að baka þessa köku.  Mig hefur lengi langað til að prófa þessa uppskrift. Kakan er þétt í sér og bragðmikil. Vegan fæði er grænmetisfæði en líka án dýraafurða sem þýðir: engin egg, engar mjólkurafurðir eða hunang. Þessi kaka er eggja-og mjólkurlaus.

Uppskriftina rakst ég á í Yoga Journal frá árinu 2009 í desember eintakinu þeirra, en þar segir ein kona frá gleðinni sem fylgir því að baka. Gleðinni yfir því að skapa eitthvað og síðan að gleðja aðra með því sem á borð er lagt.  Það að leggja sig fram, vanda sig og um leið hafa gaman af því sem við gerum er mjög mikilvægt fyrir  innri sálarró og framfarir í lífinu.

En aftur að konunni sem skrifaði í Yoga Journal.  Hún ákvað síðan að baka eina köku hvern einasta laugardag og færa hana fólki sem hana langaði til að gleðja. Ég segi bara húrra fyrir svona fólki. Enda fékk hún mörg húrra og margar gjafir frá fólki sem hún þekkti ekki neitt. Allar hennar kökur voru hringlaga, bakaðar í svokölluðu bundt cake form, sem formar kökurnar þannig að það er hringur í miðjunni á þeim. Lífið er ein hringrás, allt endurnýjast og nú er komið vor.

Èg hef aðeins breytt uppskriftinni. Ég minnkaði sykurmagn um 150 gr því sykur er hið versta fól og einnig minnkaði ég magn möndludropanna um 1/2 tsk,  því þeir geta orðið yfirþyrmandi og svo bætti ég við súkkulaðibitum í deigið, því það er svo gaman og súkkulaði er gott fyrir sálina. Þannig að uppskriftin birtist hér smá breytt af mér.

Innihald
450 ml nýlagað kaffi, notaði Nescafe
80 gr kakó
100 gr sykur
100 ml matarolía
100 ml eplasósa (applesauce)
45 gr kartöflumjöl
2 tsk vanilludropar
1/2 tsk möndludropar
285 g heilhveiti
1 tsk matarsódi
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
50 g gott súkkulaði saxað í grófa bita, um það bil 1/2 plata af suðusúkkulaði
2 tsk flórsykur-ofan á kökuna

Byrjið á því að smyrja kökuformið með smjöri og setjið smá kakó yfir smjörið í forminu, þetta auðveldar að ná kökunni úr forminu. Ef þið viljið vera strangar vegan ætur, þá notið þið ekki smjör, heldur matarolíu til að smyrja formið.

Ný smurt form með smjöri og kakói stráð yfir.

Setjið næst 450 ml af vatni í pott og látið koma upp suðu á vatninu. Setjið 3 tsk af Nescafe úti í og sigtið kakóið út í heitt kaffið, hrærið vel sama og látið kólna. Ef þið eigið ekki Nescafe notið þá eitthvað eðal ekta kaffi.  Næst pískið þið saman sykur, olíu, eplasósu og kartöflumjöl í stórri skál, hrærið í um það bil tvær mínútur. Setjið síðan vanillu- og möndludropanna út í þessa blöndu.

Þegar súkkulaði-kaffi blandan er orðin ylvolg þá skulið þið hella henni út í sykurblönduna. Að lokum fer hveitið, matarsódinn, lyftiduftið og saltið út í þetta, hærið vel saman. Ég  notaði bara heilhveiti í þessa köku, en það er einnig boðið upp á að nota hveiti og heilhveiti til helminga. Ekkert af því að prófa það. Til að toppa þetta þá hrærið þið út í deigið gróft söxuðu súkkulaðinu. Ég notaði suðusúkkulaði, kom vel út.

Deigið tilbúið og súkkulaðibitarnir komnir út í það.

Bakist í 180°C heitum ofni í um það bil 45-55 mín. Stingið prjóni í kökuna til að athuga hvort hún sé bökuð, ef það kemur deig á prjóninn þá er kakan ekki tilbúin. Ég setti álpappír ofan í kökuna þegar ég var búin að baka hana í 40 mín, svo hún myndi ekki brenna. Það getið verið að þið þurfið að baka ykkar í lengri eða styttri tíma, þetta fer allt eftir ofnum, passið bara að fylgjast vel með kökunni.

Kakan nýkomin út úr ofninum og ilmurinn er ómótsæðilegur.

Látið kökuna kólna í um það bil 20 mínútur, áður en þið setjið hana á diskinn. Þegar hún er komin á kökudiskinn stráið þá flórsykri yfir hana. Gott er að gera þetta með því að setja smá flórsykur í sigti þá náið þið fínni áferð á hann og einnig er auðveldara að dreifa honum jafnt yfir kökuna. Flórsykur er einföld og falleg skreyting. Berið fram með þeyttum rjóma eða einhverjum góðum ís.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Vegan súkkulaðikaka

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s