Fiskisúpa Rósu

Ég er ekki örugg með mig þegar kemur að fiskisúpum, en þá er bara að demba sér út í það og æfa sig. Þetta er önnur fiskisúpan sem ég prófa að búa til. Þessi súpa er góð og það er gaman dunda sér við að búa hana til.

Hráefnið er svo gott á Íslandi að það er varla hægt að klikka á fiskisúpu. Steinselja er nauðsyn fyrir fiskirétti, þannig að passið að eiga steinselju áður en hafist er handa.

Innihald
600 g fiskur, t.d. ýsa, þorskur eða lax, skorinn í bita
150 g rækjur eða humar, ef þið notið humar, skerið hann í bita

1/2 msk olía
1 laukur smátt saxaður
1 paprika, smátt söxuð
2 gulrætur, smátt skornar
3 hvítlauksrif, marin og söxuð
1 dós tómatar um 440 g
8 dl mjólk
2 dl matreiðslurjómi
2 fiskiteningar
1 tsk timjan
1 tsk salt
1/2 tsk grófmalaður pipar

Steinselja smátt söxuð

Byrjið á því að saxa allt grænmetið og skerið fiskinn í bita. Ég notaði ýsu, þorsk og steinbít og svo var ég svo heppinn að það var til frosinn humar í frystinum. Tók nokkra og hreinsaði þá vel og skar í fína bita.  Næst er laukurinn og hvítlaukurinn steiktur við vægann hita, þar til allt fer að svitna og hann er orðinn mjúkur og glansandi. Þá bætið þið gulrótunum, paprikunni og tómötunum út í ásamt fiskiteningunum.  Látið þetta malla þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar.

Grænmetið og laukurinn að blanda geði.

Passið að fylgjast mjög vel með pottinum, hrærið af og til í honum og bætið við vatni ef þess er þörf. Þegar gulræturnar eru orðnar mjúkar þá setjið þið mjólkina út í. Kryddið núna með timjan, salti og pipar og bætið svo matreiðslurjómanum út í.

Fiskurinn sem ég notaði kominn í bita: ýsa, þorskur, steinbítur og humar.

Núna er allt frekar kallt í pottinum, hafið meðal hita á hellunni og bíðið eftir því að mjólkin og rjóminn hitni, þegar það er að koma að suðu þá takið þið pottinn af hellunni og dembið öllum fiskinum út.  Setjið pottinn aftur á helluna og hrærið rólega í öllu saman.  Fylgist með fiskibitum hvort þeir séu orðnir hvítir. Gott er að taka upp stórann bita og skera í hann. Það tekur varla nema 2 mín fyrir þessa bita að hitna í gegn.  Ég var með hálf frosinn fisk og rjóma-mjólkur blandan kólnaði hratt, þannig að ég setti pottinn aftur beint á helluna og passaði að smakka súpuna til og fylgjast með hitanum.

Fiskisúpan tilbúin og borin á borð.

Súpan var borin fram með heimabökuðu brauði og ferskri steinselju sem kom beint úr gróðurhúsinu. Setjið nokkur blöð af steinselju út á súpuna þegar búið er að ausa henni á diskanna. Yndisleg súpa sem gladdi þrjá maga og þrjú hjörtu.

Uppskriftin kemur úr uppskriftarbókinni Eldað af lífi og sál, bls 18, eftir Rósu Guðbjartsdóttur, þaðan kemur nafnið á súpunni, búið til af mér. Eins og alltaf breyti ég aðeins aðferðinni því það er svo gaman að fara ekki alveg eftir uppskriftum og gera smá tilraunir. Munið að reyna að hafa lífrænt vottuð hráefni í sem flestu eða öllu sem þið eldið. Það er bara betra á allan máta.

Verði ykkur að góðu.

4 thoughts on “Fiskisúpa Rósu

    • Hef ekki hugmynd, nota helst aldrei eitthvað svona best er að nota alvöru hráefni, eins og laukinn sjálfann. Nota aldrei tilbúnar sósur eða annað. Allt er best sem er gert frá grunni, og það tekur ekki lengri tíma.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s