Engifer og sætkartöflusúpa

Vegna viðvarandi kverkaskíts var búin til súpa í kvöld sem inniheldur lækningajurtina og kryddið engifer. Ég hef tröllatrú á engiferi, sem heitir á latínu Zingiber officinale. Það er sagt vera gott að nota í byrjun flensu eða kvefs. Það er hægt að búa til frábæran mat sem í fellst lækningamáttur og sem ilmar af spennandi kryddtegundum. Engiferbætta sætkartöflusúpan kemur frá Lilju Sigurgeirsdóttur eiganda kaffihúsins Mömmukaffis í Kópavogi en hún gaf þessa uppskrift upp í Fréttablaðinu í mars 2011. Þessi súpa er alltaf bragðgóð en hún verður aldrei eins hjá mér, ég held að það sé vegna þess að ég nota aldrei jafnmikið af engifer og stundum er ég með mis stórar sætar kartöflur. Í súpunni er kryddblanda frá Pottagöldrum sem heitir Krydd lífsins. Ég er ekkert voðalega hrifin af svona sérstökum kryddblöndum sem maður kaupir frekar dýrt og notar kannski einu sinni en því er ekki svo farið með þetta krydd.

Þetta krydd er gott á hvítt kjöt, fisk og í grænmetisrétti. Kryddblandan inniheldur: papriku, pipar, lífrænan sítrónubörk, hvítlauksduft, laukduft, cheddar ost og salt.

Sætar kartöflur er best að skera fyrst í tvo helminga, svo í strimla og síðan í bita, þær eru oft svo skrambi stórar.

Innihald
1.5 lítri vatn
2 stórar sætar kartöflur afhýðaðar og saxaðar í teninga
2 meðalstórar gulrætur, saxaðar í sneiðar
2 til 3 hvítlauksrif, fínt söxuð
Ferskt engifer á stærð við þumalputta, afhýtt og saxað smátt
1 stk laukur, saxaður
2 msk Krydd lífsins frá Pottagöldrum
1 msk Garam Masala
1-2 grænmetisteningar
Olivíu olía til steikingar
Smá salt og svartur grófur pipar

Aðferð
Byrjið á því að saxa grænmetið. Setjið um 5 msk af olíu í pott og allt grænmetið þar út í ásamt kryddunum.  Passið að hræra vel í pottinum á meðan þið létt steikið grænmetið og látið það svitna en þá fáið þið á það gljáa.  Vatninu er svo bætt út í ásamt grænmetisteningunum.  Látið þetta sjóða í um það bil þrjú korter og maukið svo súpuna með törfrasprota eða í blandara. Bætið salti og pipar út í eftir smekk.  Ef ykkur finnst súpan vera of þykk þá er ekkert mál að setja smá vatn út í súpuna. Þessi súpa gerir magann mjög hamingjusamann og ætti að vinna á flestum kverkaskít.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Engifer og sætkartöflusúpa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s