Vínrabarbari er góð búbót

Eftir heimsókn á Strandir til vina og kunningja kom ég heim með sex hnausa af vínrabarbara, það þótti mér fengur hinn meiri.  Ég er snobbhænsn þegar kemur að rabarbara. Ég vil hafa þá rauða ekki græna og súra. Sá græni er ágætur en ekki einn og sér, ég hef búið til sultu þar sem ég blanda saman grænu og rauðu yrki af rabarbara og það er mögnuð sulta. Þessi rauði vínrabarbari er svo bragðgóður að matgæðingar ættu ekki að láta happ úr hendi sleppa ef þeim bjóðast nokkrir leggir og alls ekki neita ef þeim eru boðnir hnausar til eignar.  Rabarbara er hægt að finna við flest byggð ból á Íslandi en jurtin kemur upprunanlega frá Kína. Við mörg eyðibýli er oft að finna stóra rabarbaragarða sem enginn nýtir og það er synd. Hér á landi er ekki vitað nákvæmlega hvenær rabarbarinn kom til landsins en það var líklega á 18. öldinni. Hann er fjölær og kemur upp ár eftir ár þótt ekkert hafi verið hugsað um hann. Hann elskar skít og nóg af honum, helst sauðatað eða hrossaskít. Við þennan áburð eflist hann til muna. Gott er að hylja jurtina að hausti með skít og einnig gefa henni smá skít að vori.  Rabarbara er t.d. hægt að nota í: sultur, chutney, kökur, bökur, brauð, svaladrykki og mig dreymir um að búa til rabarbaravína. Rabarbarinn er einn af vorboðunum í garðinum því hann er með fyrstu jurtunum til að stinga hausnum upp úr moldinni.

Mokuð góð hola og skítur settur á botninn, honum blandað vel við moldina, rabarbarahnausinn sést til hægri á myndinni

Það er gott að taka leggi um það bil tvisvar sinnum yfir sumarið áður en hann byrjar að tréna. Þegar rabarbarinn trénar þá  missir hann ferskleika sinn. Eftir að búið er að taka hann upp skal saxa hann í frekar smáa bita, vigta það magn sem þú villt hafa í pokanum gott að miða við 1 kg í poka og frysta. Munið að merkja pokann með ári og hve mikið magn er í honum.

Einnig er hægt að nota hinn hvíta enda sem er neðst á stilkum þessi hluti er venjulega kallaður pera, þær er hægt að sjóða niður, setja í krukkur og eiga sem meðlæti með veisluréttum eins og steik eða villibráð.

Þarna eru þeir allir saman komnir hnausarnir sex frá Svanshóli á Ströndum

Ég er ógnar stollt af litla rabarbaragarðinum mínum og mun halda áfram að bæta við rauðum yrkjum af rabarbara í hann.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s