Indversk egg

Ég bý stundum til þennan rétt þegar það vantar eitthvað heitt og létt að borða og lítill tími er til stefnu. Eina sem þarf að eiga eru: tómatar í dós, egg, laukur, hvítlaukur ásamt kryddunum, kummin (cummin) og túrmerik.

Í kvöld hafði ég gleymt mér og ekki spáð neitt í kvöldmat og þá mundi ég eftir þessari uppskrift. Eins og ég hef áður nefnt þá eru flest öll krydd einnig notuð sem lækningajurtir. Þannig er farið með túrmerik, sem heitir á latínu Curcuma longa.  Þetta krydd er sagt vera gott gegn gigt, Alzheimer og krabbameini og stöðugt er verið að rannsaka þessa jurt hvað varðar lækningamátt hennar. Það er mikil eftirspurn eftir túrmeriki í heiminum í dag en það kemur upprunalega frá Suður-Asíu. Það er sagt hafa verið notað í um það bil 2500 ár í Indlandi og er notað í mjög marga indverska rétti í dag. Munið að kummin (cummin) er ekki kúmen, og að setja kúmen í staðin fyrir kummin eyðileggur uppskriftina. Það er mælt með því að setja kóríander lauf ofan á réttinn rétt áður en hann er borinn fram, ég átti engin en bjargaði því með því að stökkva út í garð og ná mér í lítið hvannarlauf sem ég skreytti réttinn með. Þessi fína uppskrift kemur úr bókinni Bragð í baráttunni,matur sem vinnur gegn krabbameini.

Þarna sést litla og fagra hvannarlaufið ásamt hinum innihaldsefnunum.

Innihald
1 stór laukur,saxaður
3 geirar hvílaukur,saxaðir
1 tsk túrmerik duft
2 tsk kummin duft
340 g niðusoðnir tómatar, venjuleg dós
salt og pipar
4 egg
Saxað kóríander eða hvannar blað

Aðferð
Hitið olíuna á stórri pönnu og steikið lauk og hvítlauk þangað til hann er orðinn glær. Blandið þá túrmeriki og cumini saman við og steikið í um það bil 1-2 mínútur munið að hræra vel í þessari blöndu. Setjið því næst tómatana út í og kryddið með salti og pipar. Látið malla rólega í um það bil 20 mínútur eða þangað til blandan hefur þykknað. Þá setjið þið eggin út í blönduna. Búið til smá holu í tómatblönduna og brjótið egg í hana, gerið þetta við öll eggin fjögur. Passið vel að sprengja ekki rauðurnar. Steikið þetta við meðal hita þar til eggjahvíturnar eru orðnar vel hvítar. Skreytið réttinn með kóríander laufum eða hvannar laufi.

Berið fram t.d. með hrísgrjónum eða hvítlauksbrauði.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Indversk egg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s