Posted in apríl 2012

Allt að gerast

Allt að gerast

Ég og húskarlinn erum búin að skoða fræ bæklinga síðan í janúar. Við ræðum út og suður hvað væri gaman að rækta og hvernig. Við erum forfallnir ræktendur og allt sem við ræktum er frá fræjum sem eru vottuð lífræn og eru ekki erfðabreytt . Hér sjáið þið gúrku og zucchini plöntur. Auglýsingar

Fléttubrauð

Fléttubrauð

Þetta er fyrsta brauðið sem ég lærði að baka. Myndin af því var svo falleg í uppskriftarbókinni hennar mömmu að ég ákvað að reyna við þetta fagra brauð og ég hætti ekki fyrr en brauðið mitt varð fallegra en það sem er í bókinni. 

Brauðið sem þarf ekki að hnoða

Brauðið sem þarf ekki að hnoða

Eftir að ég fór að baka þetta brauð  þá hefur varla verið keypt brauð inn á heimilið. Þetta brauð er einfallt, hollt, bragðgott og ódýrt. Öll heimili ættu að baka sín brauð vegna þess að það er svo gaman og þú færð varla betra eða hollara brauð en það sem þú bakar.

Pakistanskar kótilettur

Pakistanskar kótilettur

Lambakótilettur að pakistönskum sið voru sunnudagssteikin í dag, alveg fáranlega bragðgóður réttur og kótiletturnar fá að njóta sín. Ég hef alltaf haldið upp á indverskan mat og ekki er pakistanskur síðri. Madhur Jaffrey er svo sannarlega frábær kokkur og þessi uppskrift leyndist í einni af bókunum hennar, At home with Madhur Jaffrey.