Posted in maí 2012

Morgunverðar brauðbollur

Morgunverðar brauðbollur

Vaknaði eldsnemma og ákvað að nýta tímann vel. Bjó til deig í brauðbollur og á meðan það var að hefast fór ég út og setti nokkur sumarblóm ofan í jörðina. Bakaði svo þessar yndislega mjúku og bragðgóðu bollur. Þær lífguðu heldur betur upp á morgunverðarborðið.

Portúgalskur saltfiskréttur

Portúgalskur saltfiskréttur

Saltfiskur er spennandi efni til að vinna með í eldhúsinu. Hann hefur upp á svo marga möguleika að bjóða að það er erfitt að velja á milli uppskrifta. Hér hafið þið góða uppskrift af saltfisks ofnrétti. Það er ekkert vesen hér með að útvatna fiskinn þannig að ekki halda að þetta sé flókið.

Ostakaka

Ostakaka

Þetta er bökuð ferskleika ostakaka. Ég ákvað að skreyta hana ekki neitt. Leyfa einfaldleikanum að vera í fyrirrúmi. Hún er með léttu vanillubragði. Botninn er gerður úr hafrakexi og hann er með mildu karamellubragði. Gestirnir voru glaðir með þessa köku. 

Lasagna

Lasagna

Það eru nokkrar uppskriftir sem kokkur verður að eiga í farteskinu og ein af þeim er uppskrift af lasagna. Ég var eitt sinn snillingur í að gera lasagna en svo týndi ég þeirri snilld á endalausum flækingi. En uppskriftin hefur fundist og ég er farin að rifja upp forna takta við lasagna gerð.

Quiche búkonunnar

Quiche búkonunnar

Quiche er hentugt að búa til þegar það er til hitt og þetta í ísskápnum sem þyrfti að nota sem fyrst. Ég gef ykkur hér eina af betri og einfaldari uppskriftum sem til eru af bökubotni og einnig að grunni að quiche blöndunni. Síðan getið þið leikið ykkur með þessa uppskrift að vild.

Klassískar pönnsur

Klassískar pönnsur

Þær eru klassískar, undur góðar og slá alltaf í gegn. Ég eignaðist mína fyrstu pönnukökupönnu í fyrrasumar og er orðin búkonu fær við að baka pönnsur. Þessi uppskrift er meðfærileg og frábærlega góð. Þið sem eruð alltaf að baka verðið að hafa aðgang að góðri uppskrift af pönnukökum og hér er hún. 

Apríkósu-linsubaunasúpa

Apríkósu-linsubaunasúpa

Vinkona mín hún Kathernie Bitney gaf mér uppskriftina af þessari súpu. Þótt ég geti oftast gert mér grein fyrir því hvernig bragð muni verða að matnum áður en ég elda hann þá var það ekki svo með þessa súpu. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig apríkósurnar kæmu í gegn en þær gerðu súpuna að sælgæti.

Kreólakjötbollur

Kreólakjötbollur

Ég elska að búa til kjötbollur það er eitthvað róandi við það að hnoða hverja bollu. Í kuldakastinu sem nú gengur yfir landið er gott að fá sér kjöt og ekki er verra ef það er ananas í tómatsósunni sem læðir ferskleikanum inn í skemmtilegann kjötrétt

Baskneskur kjúklingaréttur

Baskneskur kjúklingaréttur

Baskar eiga merkilega menningu, sögu og tungumál. Einnig eru þeir þekktir fyrir framúrskarandi eldamennsku. Ég tók upp á því að elda þennan baskneska kjúklingarétt til að gleyma mér aðeins og hverfa ofan í pottana. Það að elda eða baka er athöfn sem lætur mér líða vel.

Marengsterta með heslihnetubotni

Marengsterta með heslihnetubotni

Vorum með lítið matarboð seinnipart sunnudagsins. Ég á alltaf mjög erfitt með að velja eftirréttinn því ég hef úr svo mörgum uppskriftum að moða. Fyrir valinu varð þessi ágætis terta sem er með hentubotni, marengs, súkkulaðihjúp, rjóma og berjum. Þessi terta er fínasti eftirréttur.