Morgungull með rúsínum og valhnetum

Morgunstund gefur gull í mund. Það er réttnefni fyrir hvern morgun með þetta morgungull sem morgunmat. Ég bjó það til snemma í morgun og það bragðaðist frábærlega með ískaldri mjólk og ég get trúað því að það verði enn þá betra með því að setja eitthvað ferskt ofan á eins og t.d. jarðarber eða epli.

Einfaldleikinn er í fyrirrúmi þegar þið búið til morgungullið og munið að þið getið leikið ykkur með samsetninguna, t.d sett sólblóma-eða hörfræ og þá minnka magn hafranna í samræmi við það magn af fræjum sem þið setjið út í.

Innihald
400 g tröllahafrar, valsaðir hafrar sem eru heilir hafrar
170 g valhnetur í bitum
1/2 tsk salt
85 g rúsínur
85 g smjör
120 ml hlynsýróp

Blandið öllum þurrefnunum saman í eina stóra skál. Bræðið smjörið og hlynsýrópið saman við lágann hita og hellið yfir þurrblönduna í skálinni. Hrærið vel saman þar til vökvinn hefur dreifst yfir öll þurrefnin. Gott að miða við 2 mínútur. Hellið svo blöndunni á tvær bökunarplötur sem búið er að setja bökunarpappír á eða setjið í stóran steikarpott.

Allt komið í steikarpottinn nú er bara að byrja að baka morgumatinn.

Ég nota steikarpottinn því mér þykir það hentugra. Bakið nú morgungullið í miðjum ofni við 150° í um það bil 40-50 mínútur eða þar til það er kominn fallegur gullinn litur á það. Það er gott að hreyfa aðeins við því meðan það er að bakast til þess að það bakist jafnt. Það er sérstaklega gott að nota steikarpottinn vegna þess að þegar þið eruð að snúa morgungullinu þá þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að það fari út af plötunni og niður í ofninn. Þegar þið takið morgungullið úr ofninum skulið þið leyfa því að kólna áður en þið setjið það í lokaðar umbúðir. Ég mæli sérstaklega með glerkrukkum, því það kemur svo fallega út í þeim og svo er plast eitthvað svo ónáttúrulegt efni. Þetta magn passar um það bil í tveggja lítra umbúðir. Uppskriftin kemur úr bókinni Super Natural Every day eftir Heidi Swanson.

Það er eitthvað guðdómlegt við að borða það sem þú hefur búið til.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s