Marengsterta með heslihnetubotniVorum með lítið matarboð seinnipart sunnudagsins. Ég á alltaf mjög erfitt með að velja eftirréttinn því ég hef úr svo mörgum uppskriftum að moða. Fyrir valinu varð þessi ágætis terta sem er með hentubotni, marengs, súkkulaðihjúp, rjóma og berjum. Þessi terta er fínasti eftirréttur.

Það varð bara ein sneið eftir og ég hlakka til að bíta í hana í kvöld þegar ég kem heim. Rjóminn, súkkulaðið, marengsinn, heslihneturnar og auðvitað berin búa til einhverja ótrúlega góða samsetningu sem erfitt er að standast. Það er gott að fá sér eina sneið en tvær eru betri.

Innihald
100 g smjör við stofuhita
200 g sykur
3 egg
50 g heslihentur í sneiðum
1 1/2 dl hveiti
1/3 tsk lyftiduft
2 msk mjólk

Ofan á
100 g suðusúkkulaði brætt
1 1/2 dl þeyttur rjómi
Ber að eigin vali

Hitið ofninn í 180°C. Hrærið mjúkt smjörið og helminginn af sykrinum vel saman í skál þar til þetta er orðin létt og ljós blanda. Bætið þá einu eggi út í blönduna og tveimur eggjarauðum, geymið eggjahvíturnar. Hrærið þetta vel saman. Því næst fara heslihnetu flögurnar út í ásamt hveiti, lyftidufti og mjólk, hrærið þetta vel saman. Í annarri skál skulið þið hræra eggjahvíturnar tvær og afganginn af sykrinum vel saman þar til þið fáið fallegan marengs sem er hvít og þykk blanda.

Setjið nú deigið í smelluform sem er um 20 cm í þvermál sem búið er að setja smjörpappír ofan í, ég smyr hann alltaf vel og smelli pappírinn fastann í formið. Fyrst setjið þið heslihnetudeigið og svo smyrjið þið marengsinum ofan á.

Þarna er marensinn rétt áður en ég dreifði vel úr honum, heslihnetudeigið er algjört nammi.

Þannig er auðveldara að ná botninum úr forminu, gott er að hvolfa botninum yfir á disk og hafa þá tertudiskinn ofan á. Rífa pappírinn af og hvolfa svo kökunni á tertudiskinn, hljómar flókið en er einfallt.

Bakið nú kökuna  í 40 mín og látin kólna vel áður en súkkulaðið er sett yfir kökuna.

Tertan nýkomin út úr ofninum.

Best er að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði, þannig komið þið í veg fyrir að það brenni. Notaðir eru tveir pottar einn lítill sem passar ofan í aðeins stærri. Sett er vatn í þann stærri og súkkulaðið í þann minni. Þeim minni er skellt ofan í þann stærri og byrjað er að hita vatnið.

Súkkulaðið í vatnsbaði.

Síðan hitið þið þetta og hrærið í súkkulaðinu þar til það er nærri allt bráðnað. Hellið því nú yfir kökuna og dreifið vel úr því, leyfið því að byrja að storkna áður en þið setjið þeyttann rjóman ofan á. Skreytið með þeim berjum sem þið eruð mest hrifin af.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Marengsterta með heslihnetubotni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s