Baskneskur kjúklingaréttur

Baskar eiga merkilega menningu, sögu og tungumál. Einnig eru þeir þekktir fyrir framúrskarandi eldamennsku. Ég tók upp á því að elda þennan baskneska kjúklingarétt til að gleyma mér aðeins og hverfa ofan í pottana. Það að elda eða baka er athöfn sem lætur mér líða vel.

Þetta er ekki flókin eldamennska meira svona að saxa þetta, skera hitt, steikja smá og svo setja allt í pott í 45 mínútur og bæta þá smá meir í pottinn og bera fram. Einfallt og skemmtilegt. Uppskriftin kemur úr blaðinu Jamie, making you a better cook  franska eintakinu sem kom út í september 2011. Við skötuhjúin kíktum einmitt til París í september 2011 og óttast var um mataröryggi Parísarbúa vegna heimsóknar okkar. Þetta matarblað var alveg frábært að taka með út og það leiðbeindi okkur á fjölda góðra veitingastaða.

Innihald
2 msk hveiti
1 1/2 tsk papriku duft
1.4 kg af kjúklingi, ég notaði leggi og vængi
3 msk olía, þarft líklega meir en það
1 laukur skorinn í sneiðar
2 hvítlauksgeirar skornir í smáa bita
2 rauðar paprikur, skornar í þunnar sneiðar
2 gular paprikur, skornar í þunnar sneiðar
50 ml hvítvín, ég notaði mysu því ég á aldrei hvítvín
900 g tómatar afhýðaðir og skornir í bita eða tvær 400 gr dósir
750 ml kjúklingasoð, hægt að búa til með því að setja 2 kjúklingakraftsbita í 750 ml af vatni og koma upp suðunni
Ein lúka af fersku timjan
5 lárviðarlauf
Safi af hálfri sítrónu
Ein lúka af steinselju, saxaðri

Byrjið á því að setja hveitið í skál, kryddið það með smá salti og pipar og setjið parikuduftið út í, hrærið saman. Veltið nú kjúklingabitunum upp úr hveitiblöndunni og leggið þá síðan til hliðar. Saxið allt sem saxa þarf og hafið tilbúið á diskum, takið til vökva, tómata, ferskar kryddjurtir og búið til kjúklingasoðið. Hitið nú 3 msk ólivíuolíu í potti og steikið kjúklingabitana þar til á þá er komin falleg brúnka, setjið kjúklingabitana í skál. Þið gætuð þurft að nota meir en 3 msk olíu en prófið ykkur áfram við steikinguna.

Timjan, steinselja, niður skornar paprikur og kjúklingurinn nýsteikur, allt bíður eftir að komast ofan í pottinn.

Í pottinum sem þið ætlið að gera kjúklingaréttinn skuluð þið nú steikja fyrst laukinn þar til hann er orðinn mjúkur.  Bætið nú hvítlauk og papriku út í pottinn og steikið  í um það bil fimm mínútur. Nú hellið þið mysunni eða víninu út í pottinn og látið þetta sjóða rólega og vel saman þar til nærri allur vökvinn er gufaður upp. Þá er næst að hræra tómötunum út í og síðan setja kjúklinginn í pottinn. Næst hellið þið kjúklingasoðinu í pottinn og setjið ferskt timjan og lárviðarlaufin út í. Látið nú réttinn malla í 45 mínútur.

Rétturinn að malla.

Að seinustu hellið þið sítrónusafanum út í pottinn og  klippið steinseljulauf yfir réttinn. Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s