Kreólakjötbollur

Ég elska að búa til kjötbollur það er eitthvað róandi við það að hnoða hverja bollu. Í kuldakastinu sem nú gengur yfir landið er gott að fá sér kjöt og ekki er verra ef það er ananas í tómatsósunni sem læðir ferskleikanum inn í skemmtilegann kjötrétt

Endilega spilið tónlist  meðan eldað er eða hlustið á einn af þeim góðu og róandi þáttum sem Rás 1 hefur upp á að bjóða, það gerir eldamennskuna skemmtilegri. Uppskriftin kemur úr lítilli og sniðugri bók sem hefur fengist í Nóatúni,  bókin heitir Hollt og ódýrt  og er eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur.

Innihald
600 g nautahakk
1 laukur
1 tsk papriku duft
3 msk hveiti
Salt og pipar

Kreólasósa
1 laukur, fínt saxaður
2 paprikur, rauð og græn paprika, smátt söxuð
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 dós brytjaðir tómatar, 440 g
1 lárviðarlauf
1 lítil dós ananaskurl
1 tsk dökkur púðursykur
1 dl vatn
Salt og pipar

Aðferð
Byrjið á því að blanda saman í einni skál: nautahakki, lauk, hveiti og kryddunum. Blandið vel saman og mótið meðalstórar bollur um það bil 25 stykki, ég veit að það er ekki auðvelt að lýsa stærðinni á bollunum en reynið að hafa þær ekki stærri en mandarínur.

Allar bollurnar tilbúnar til steikingar.

Steikið þær við vægann hita í ólífuolíu þar til þær hafa brúnast á öllum hliðum. Gott er að nota tvær skeiðar til að snúa þeim við. Raðið þeim síðan í eldfast mót.

Þarna ákvað ég að steikja bollur og búa til sósu á sama tíma, svona gera bara þeir sem vilja hafa allt á fullu í eldhúsinu.

Þá er að útbúa sósuna. Steikið fínt saxaðann laukinn á pönnu í ólífuolíu þar til hann er orðinn mjúkur. Þar næst er paprikunni og hvítlauknum bætt út í, látið malla þar til paprikan er orðin mjúk.

Litirnir eru fallegir og ferskir: paprika, hvítlaukur og tómatar.

Þá er næst að setja afganginn af hráefnunum út á pönnuna og hræra rólega í öllu saman.

Ég átti ekki til ananaskurl þannig að ég saxaði upp heilar sneiðar og setti þær út í sósuna ásamt öllum vökvanum.

Látið nú koma upp  suðu á sósunni og leyfið henni að malla í um það bil tíu mínútur. Smakkið til og kryddið eftir smekk. Þegar sósan er tilbúin þá hellið þið henni yfir kjötbollurnar, hrærið rólega í bollunum til að koma tómatsósunni vel undir bollurnar og allt í kring. Passið að lárviðarlaufið sé vel hulið sósunni til þess að þið fáið nóg af hinu góða bragði sem laufið gefur. Setjið nú inn í ofn á 200°C og bakið í um það bil 20-25 mínútur eða þar til dökkur og fínn litur er komin á réttinn.

Berið fram með hrísgrjónum og salati, ég varð líka að hafa fötubrauð með því það er svo gott.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s