Apríkósu-linsubaunasúpa

Vinkona mín hún Kathernie Bitney gaf mér uppskriftina af þessari súpu. Þótt ég geti oftast gert mér grein fyrir því hvernig bragð muni verða að matnum áður en ég elda hann þá var það ekki svo með þessa súpu. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig apríkósurnar kæmu í gegn en þær gerðu súpuna að sælgæti.

Kaupið lífrænt vottaðar apríkósur, þessar sem eru svona fallega appelsínugular er búið að meðhöndla með efnum eins og sulfur doxide sem getur verið ofnæmisvaldandi. Apríkósur innihalda hin ýmsu steinefni og vítamín, t.d. vítamín-A og vítamín-C, einnig eru þær gagnlegar til að byggja upp blóð í líkamanum og eru mjög góðar fyrir meltinguna. Sem sagt hollar.

Ég var á fundi um erfðabreytta ræktun og kom heim gjörsamlega búin á því. Það tekur á að sitja fund þar sem fyrirlesararnir eru allir með sömu skoðun og þeir sem eru á öndverðri skoðun eru alls ekki boðaðir á ráðstefnuna. Ég upplifði fúsk, vanþekkingu, fordóma, virðingarleysi gagnvart náttúrunni og komandi kynslóðum. Það var gott að grúfa sig yfir pottanna og hreinsa hugann.

Innihald
3 msk ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
2 geirar af hvítlauk, smátt saxaðir
70 g lífrænt vottaðar apríkósur, smátt saxaðar
270 g rauðar linsubaunir
1.2 lítrar af kjúklingasoði
3 stórir tómatar, afhýddir og saxaðir
1/2 tsk cummin
1/2 tsk timjan
Salt og pipar

Aðferð
Hitið ólivíuolíuna í stórum potti, steikið laukinn, hvítlaukinn og apríkósurnar við vægan hita í 12 mínútur.

Laukar og apríkósur að kynnast í steikingu.

Síðan er kjúklingasoðinu og linsubaununum bætt út í og þetta látið malla í 30 mínútur, eða þar til linsurnar eru orðnar mjúkar. Þá eru tómatarnir, cumin, timjan, salt og pipar sett út í og látið sjóða í 10 mín, hérna bætti ég einum bolla af vatni út í því mér fannst súpan einum og þykk. Prófið ykkur áfram. Næsta skref er að mauka helminginn af súpunni, ég stakk töfrasprotanum mínum ofan í pottinn og maukaði hana lítillega. Að endingu er sítrónusafanum bætt við og smá salti og pipar, og þetta látið blandast súpunni í tvær mínútur.

Þá er komið að því að bera súpuna á borð með öndvegis brauði og íslensku smjöri. Fullkomin samsetning.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s