Klassískar pönnsur

Þær eru klassískar, undur góðar og slá alltaf í gegn. Ég eignaðist mína fyrstu pönnukökupönnu í fyrrasumar og er orðin búkonu fær við að baka pönnsur. Þessi uppskrift er meðfærileg og frábærlega góð. Þið sem eruð alltaf að baka verðið að hafa aðgang að góðri uppskrift af pönnukökum og hér er hún. 

Ef þið eigið pönnukökupönnu passið ykkur að þvo hana ALDREI. Ef hún er þvegin þá munið þið eiga í hinu mesta bassli við að baka pönnukökurnar því þær munu festast við pönnuna, krumpast og rifna. Eitt alherjar bévítans vesen. Pannan mín kemur úr Góða hirðinum. Hún er falleg, vel notuð og hefur ekkert verið að dýfa sér ofan í eldhúsvaskinn, enda er hrein gleði að baka pönnukökur á henni.

Ég rakst á þessa yndislegu pönnukökuuppskrift í Gestgjafanum, 2. tbl, 2010. Þar eru þær sagðar heita: Pönnukökur „bestu“. En þeir í Gestgjafanum prófuðu  nokkrar uppskriftir og þessi uppskrift kom lang best út hjá þeim. Þið fáið um það bil 20 pönnukökur út úr þessari uppskrift.  Það er gott að setja sykur á pönnukökur, sýróp, rabbabarasultu, bláberjasultu, rifstberjasultu, sólberjasultu og rjóma. Mitt uppáhalds er með rjóma og bláberjasultu en rabbabarasultan kemur líka mjög vel út, svo er náttúrulega hin klassíska upprúlluða pannsa sem búið er að setja sykur á.

Innihald
200 g hveiti
1/2 tsk salt
1/4 tsk matarsódi
1 msk sykur
5 dl mjólk
2 egg
1 tsk vanilludropa
50 g smjör

Aðferð
Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og sykri saman í skál. Hellið 3 dl af mjólk útí og hrærið saman í kekkjalaust deig. Bætið eggjum útí fyrst öðru og svo hinu, og sláið vel saman. Bætið afganginum af mjólkinni útí ásamt vanilludropunum og blandið vel. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni og hellið saman við deigið. Hrærið vel saman þar til allt er vel samlagað. Bakið við meðalhita og hellst á íslenskri pönnukökupönnu.

Rjómafyllt pönnukaka með bláberjasultu ásamt stórum bolla af te er draumur.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s