Quiche búkonunnar

Quiche er hentugt að búa til þegar það er til hitt og þetta í ísskápnum sem þyrfti að nota sem fyrst. Ég gef ykkur hér eina af betri og einfaldari uppskriftum sem til eru af bökubotni og einnig að grunni að quiche blöndunni. Síðan getið þið leikið ykkur með þessa uppskrift að vild.

Quiche er bökubotn sem er fylltur með eggja- mjólkur- rjóma-blöndu ásamt einhverju grænmeti eða kjöti sem hefur verið lítillega steikt á pönnu. Það er hægt að bjóða upp á quiche sem léttan hádegisverð eða kvöldverð og þá er gott að bera fram salat með því. Það er gott bæði heitt og kalt. Uppskriftina af bökubotninum fékk ég frá Pat sem ég hef áður talað um en hún gaf mér einnig uppskriftina af hjónabandssælunni sem er hér inni á vefnum. Þessi bökubotn er frábær uppskrift sem dugar í tvo bökubotna. Hveitið getið þið valið að vild en ég nota um 120 gr heilhveiti og 245 gr hveiti. Það gerði góðan botn. Afganginn af deiginu er hægt að frysta og ekkert mál að afþýða. Takið úr frysti um klukkutíma áður en á að baka botninn.

Bökubotn
365 g hveiti
120 ml matarolía, t.d. sólblómaolía
1 tsk salt
240 ml sjóðandi vatn

Setjið hveitið í skál ásamt salti hrærið saman, síðan er olíunni hellt yfir og þetta hrært vel saman þar til þetta er orðin að grófum mulningi.

Olían að blandast hveitinu og saltinu.

Nú sjóðið þið vatnið og hellið því yfir hveitiblönduna, hrærið þetta vel saman þar til það er komið fallegt og mjúkt deig. Það er gott að hnoða deigið með höndunum þar sem það er þægilega heitt.  Setjið í skál, plast yfir og í kæliskáp í 1 klukkustund. Takið um helminginn af deiginu og setjið í bökuformið ykkar. Það er ekkert mál að móta þetta deig og passið að láta deigið ná yfir barmana og smá undir þá og festið þar. Pikkið síðan deigið vel með gaffli og bakið í 180°C heitum ofni í um það bil hálftíma.

Vel pikkaður bökubotn á leið inn í ofninn

Bökubotninn er tilbúinn þegar hann er orðinn fallega brúnn. Á meðan botninn er að bakast þá er hentugt að búa til fyllinguna.

Fylling
3 egg
360 ml mjólk
120 ml rjómi
1/4 tsk pipar

Setjið allt í eina skál og pískið vel saman. Þessa grunnupskrift fékk ég úr bók Juliu Child, Mastering the Art of French Cooking. En ég verð alltaf að breyta og minnkaði magn rjómans en setti mjólk í staðinn. Það þótti mér einhvern vegin passa betur. Þá er komið að undirbúa það grænmeti og kjöt sem skal setja í quichið. Ég set fram hér það sem ég setti til að gefa ykkur einhverja hugmynd um hvað er hægt að gera.

Nokkrar soðnar og grillaðar kartöflur sem búið var að skera í sneiðar
2 græn chillí skorin í sneiðar
1/2 púrrulaukur

1/2 laukur skorinn smátt
4 sneiðar af beikoni, skornar í bita
Nokkrar baunaspírur sem þurfti að klára sem fyrst
2 tómatar skrornir í sneiðar
Brauðostur, mygluostur og brie
Setjið ykkar uppáhalds kryddjurtir ofan á, ég setti oregano

Ég skar beikonið í sneiðar og steikti það á pönnu upp úr eigin fitu, þegar það var farið að taka á sig lit þá setti ég, chillí, púrrulauk og laukinn á pönnuna. Lét þetta hitna saman og slökkti undir. Þegar bökubotninn var tilbúinn þá hellti ég eggja-mjólkur-rjómablöndunni ofan í hann. Síðan setti ég allt sem var steikt á pönnunni útí ásamt baunaspírunum og kartöflunum sem ég dreifið vel úr. Að lokum setti ég tómatsneiðarnar ofan á alla dýrðina og ostinum raðaði ég hér og þar. Gott er að setja mygluost ofan á tómatana.

Afþví þetta er quiche þá datt mér líka í hug að setja smá oregano ofan á til að klikka út með einhverju grænu.

Bakið í ofni í um það bil 45 mín og allt upp í eina klukkustund við 180°C.
Ég fylgdist bara vel með quichinu og potaði prjón í það af og til. Vökvinn verður þéttur í sér og þegar quichið er tilbúið þá er það búið að lyfta sér og fallega brúnn litur kominn ofan á alla skelina.

Berið fram með salati.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s