Lasagna

Það eru nokkrar uppskriftir sem kokkur verður að eiga í farteskinu og ein af þeim er uppskrift af lasagna. Ég var eitt sinn snillingur í að gera lasagna en svo týndi ég þeirri snilld á endalausum flækingi. En uppskriftin hefur fundist og ég er farin að rifja upp forna takta við lasagna gerð.Út braust mikill fögnuður og ákaft lófaklapp gesta (átenda) þegar þeir  litu réttinn augum. Það er eitt við svona uppskriftir að þær verða aldrei eins sama hve oft þú útbýrð lasagna en þið getið verið örugg um að þetta lasagna verður alltaf gott. Ég var ekki nísk á að setja basil út í kjötsósuna því ég var nýbúin að þurrka basiliku sem ég hafði ræktað. Alveg ótrúlega gott og ferskt krydd.

Innihald
1 pakki nautahakk
Lasagna plötur, þær eru mjög góðar frá Jamie Oliver
2 dósir tómatar, um 880 g ef þið eruð að nota ferska tómata
1 dós tómat púrra
2 gulrætur, smátt saxaðar

2 laukar, smátt saxaðir
1 rauð paprika, smátt söxuð
2 sellerí stikklar, smátt saxaðir
3 geirar af hvítlauk, smátt saxaðir
2 msk timjan
1 msk basil
1 msk oregano
Svartur pipar eftir smekk
Salt eftir smekk
Til að fá aukakraft í sósuna er gott að setja skvettu af rauðvíni og um 2 dl af grænmetissoði

Aðferð
Byrjið á því að saxa allt grænmetið og laukana. Setjið skvettu af olíu á pönnu og steikið laukinn í smá tíma þar til hann er orðinn vel sveittur og mjúkur, þá setjið þið gulræturnar, paprikuna og selleríið út á pönnuna og steikið í um það bil 10 mín.

Grænmetið að steikjast, sjáið gulu gulræturnar alveg hreint fagrar, lífrænar og bragðgóðar.

Hrærið vel í og bætið olíu út á ef þess er þörf. Því næst er kjötið sett út á grænmetið. Dreifið vel úr því og blandið saman við grænmetið. Setjið nú kryddin yfir alla blönduna og látið kjötið ná á sig brúnum lit. Að seinustu fara tómatarnir og tómatpúrran út á pönnuna. Hrærið öllu vel saman og ef þið eigið rauðvín setjið smá skvettu af því.  Látið nú kjötsósuna malla við vægann hita í hálftíma. Á meðan sósan mallar er bechamela sósan útbúin.

Kjötsósan að malla.

Bechamela sósa
Þetta er hvíta sósan sem þarf að hita í potti, hún er nauðsynleg fyrir þennan góða rétt. Hérna er best að byrja á því að rífa niður hálfa múskathnetu.

Hálf  múskathneta komin í duft og góð lykt komin á fingurna.

50-70 g íslenskt smjör
3 msk hveiti
Slurkur af nýmjólk

Hálf múskathneta, rifin niður í rifjárni

Bræðið smjörið við vægan hita í potti. Þegar það er bráðnað er hveitinu hrært saman við þannig að úr verður þykk blanda. Mjólkin er hrærð út í og allt pískað saman þar til blandan verður álíka þykk og súrmjólk. Best er að nota handpísk til að píska sósuna saman.

Sósan alveg að verða til.

Passið að hræra vel allan tímann og hafa pottinn á hellunni og ekki hafa mikinn hita, því þessi sósa brennur auðveldlega við. Setjið nú múskatið út í sósuna, hrærið og takið af hellunni.

Nú er allt tilbúið til að setja lasagna réttinn saman. Byrjið á því að setja plötur neðst í mótið, kjötsósu, bechamela sósu og þarna má setja smá svartann pipar og ost.

Allt að koma, ég nota þurrar plötur og það virkar vel.

Svo áfram með samsetninguna en að seinustu fer sósa, smá kjöt og ostur þar ofan á. Setjið inn í ofn 180°C í um það bil 1 klst eða þar til osturinn er orðin vel brúnn og það bobblar vel í öllu.

Berið fram með salati og fersku brauð.

Verði ykkur að góðu.

One thought on “Lasagna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s