Ostakaka

Þetta er bökuð ferskleika ostakaka. Ég ákvað að skreyta hana ekki neitt. Leyfa einfaldleikanum að vera í fyrirrúmi. Hún er með léttu vanillubragði. Botninn er gerður úr hafrakexi og hann er með mildu karamellubragði. Gestirnir voru glaðir með þessa köku. 

Ég var mjög stollt af því að setja kökuna á kökudisk sem ég hafði erft frá henni Huldu ömmu á Blönduósi, þetta er eldgamall snúningsdiskur sem stendur heldur betur undir nafni. Það er hin besta skemmtun að leika sér í eldhúsinu með ost og sýrðan rjóma sem eiga að verða að köku. Þegar þið berið kökuna fram munið að taka hana úr ísskápnum um 15 mínútum áður því þá mýkist botninn. Ég bar hana fram beint úr ísskápnum og botninn var límdur við kökudiskinn, en eftir smá tíma var hann orðinn mjúkur. Gestirnir fengu sem sagt að glíma við ostakökuna.

Notið um 20 cm breitt smelluform fyrir þessa köku. Ég var ekkert að taka kökuna af botninum sem hún var bökuð á, það hefði brotið hana í tætlur, en það var ekkert af því að bera hana fram á botninum og setja fallegann kökudisk undir. En ef þið viljið ná henni af botninum setjið þá smjörpappír í botninn á forminu, smyrjið hann með smjöri og þrýstið síðan kexmylsunni ofan á hann. Þegar kakan hefur kólnað þá ættuð þið að geta smeygt spaða undir botninn og náð honum af pappírnum og sett kökuna á þann disk sem á að bera hana fram á. Uppskriftin kemur úr bókinni Eldað af lífi og sál eftir Rósu Guðbjartsdóttur.

Botn
200 g hafrakex
80 g smjör, brætt
1/2 dl syku
r

Myljið hafrakexið í fína mylsnu, ég á ekki matvinnsluvél en þetta er hægt að gera í henni. Ég setti allt kexið í skál muldi það fyrst aðeins í höndunum og svo notaði ég kartöflustappara, það virkaði mjög vel.

Svona á að gera þetta, smá átök í eldhúsinu en ekkert til að svitna yfir.

Á meðan þið eruð að mylja hafrakexið er gott að bræða smjörið. Bætið svo brædda smjörinu og sykrinum saman við kexmylsnuna. Þjappið svo kexmylsnunni í smelluformið. Bakið við 200°C í 10 mínútur. Látið síðan botninn kólna.

Fylling
400 g rjómaostur
1 dl sykur
2 egg
1/2 tsk vanilludropar
250 g sýrður rjómi
2 msk sykur

Hrærið rjómaosti, sykri og vanilludropum vel saman. Bætið síðan eggjunum út í og hrærið þar til blandan er orðin létt í sér. Hellið henni þá yfir forbakaðann botninn og bakið við 180°C í 20 mínútur. Slökkvið nú á ofninum og takið kökuna út og látið kólna um stund. Meðan hún kólnar hrærið sýrðum rjóma og sykri saman og hellið yfir ylvolga kökuna. Setjið hana nú í inn í volgann ofninn og látið hana vera þar í 10-15 mínútur. Ég skerpti smá á ofninum rétt áður en ég setti kökuna inn í hann og slökkti svo, því hann var orðinn frekar kaldur. Fylgist bara vel með þessu.

Í skálinni efst til vinstri er blandan með sýrða rjómanum og sykrinum, kökubotninn sjálfur bakaður fyrir miðju og efst til hægri er rjómaostablandan.

Látið svo kökuna kólna vel áður en hún er sett inn í ísskáp. Gott er að gera kökuna daginn áður en á að bera hana fram. Hún verður öll mýkri og þéttari í sér.

Verði ykkur að góðu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s