Posted in júní 2012

Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

Ég baka alltaf köku á 17. júní sem ég kalla Þjóðhátíðarköku. Hvert ár vel ég uppskrift af köku sem ég hef aldrei gert áður. Það gerir daginn hátíðlegri að geta boðið upp á Þjóðhátíðarköku. Fyrir valinu þetta árið varð döðlu- súkkulaði og valhnetukaka og uppskriftin kemur frá tengó.

Finnsk kaffikaka

Finnsk kaffikaka

Mín góða vinkona Iðunn bakar oft hinar ótrúlegustu kökur. Í einni af hennar veislum bauð hún upp á þessa góðu köku. Uppskriftina fékk hún frá finnskri vinkonu sinni. Í kökunni eru hin bragðgóðu og stökku valmúafræ (poppy seeds), sem gefa kökunni hnetubragð og einnig er sítrónu börkur og safi í henni.

Brenninetlu súpa

Brenninetlu súpa

Í sumarblíðunni í dag tók ég eftir því að brenninetlan sem ég plantaði í fyrrasumar er heldur betur farin að taka við sér. Einnig er graslaukurinn búin að taka vaxtarkipp. Ég mundi þá eftir uppskrift sem ég hef lengi ætlað að prófa sem er brenninetlu súpa.