Brenninetlu súpa

Í sumarblíðunni í dag tók ég eftir því að brenninetlan sem ég plantaði í fyrrasumar er heldur betur farin að taka við sér. Einnig er graslaukurinn búin að taka vaxtarkipp. Ég mundi þá eftir uppskrift sem ég hef lengi ætlað að prófa sem er brenninetlu súpa. 

Brenninetlan er jurtin í miðjunni, þessi með stjarnlaga dökkgrænu blöðin, jurtin sem er allt í kring um hana er hvönn

Brenninetla (Urtica dioica) er sögð vera ein af betri lækningajurtum sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Hún er vatnslosandi, steinefnarík, góð fyrir konur sem eru með barn á brjósti og einnig er hún mjög kalk-og járnrík. Þeim sem eru blóðlitlir er ráðlagt að taka inn brenninetlu þar sem hún er sögð byggja upp blóðið. Graslaukinn er auðvelt að rækta í  eldhúsgarðinum. Hann vex eins og arfi, er góður í súpur, sósur og út á hina ýmsu ofnbökuðu rétti. Gott er að frysta graslauk til að eiga byrgðir fyrir veturinn, það er góð búbót.

Tveir hnausar af yndislegum graslauk sleikja sólina undir húsvegg.

Þið sem komist ekki í að tína brenninetlu getið keypt hið svokallaða brenninetlu te, það eru þurrkuð lauf sem alveg er hægt að nota í súpuna.Uppskriftin kemur úr einni af mínum uppáhaldsbókum The Soup Bible, eftir Debra Mayhew.

Innihald
115 g smjör
450 g laukur, saxaður
450 g kartöflur, skornar í litla bita
1 l kjúklingasoð
25 g brenninetlu lauf
Handfylli af graslauk, klipptur í litla búta
Salt og pipar
Rjómi til að setja ofan á súpuna

Aðferð
Bræðið smjörið í súpupottinum, þegar það er bráðið setjið þá laukinn út í og látið þetta blandast í um það bil 5 mínútur.

Laukurinn að mýkjast í smjörinu.

Setjið þá kjúlklingasoðið og kartöflurnar út í pottinn. Kjúklingasoð er hægt að búa til á tvennan máta. Sjóða það upp af tveimur kjúklingateningum sem helst eru lífrænt vottaðir eða búa það til með því að sjóða t.d. kjúklingalæri ásamt grænmeti, sía soðið frá eftir um það 45 mín hæga suðu og frysta í þar til gerðum umbúðum, t.d. 500 ml og 1 líters umbúðum. En aftur yfir í súpuna, leyfið nú súpunni að sjóða í 25 mínútur. Þá er komin tími til að setja brenninetluna út í súpuna og látið súpuna nú malla í um það bil 5 mín, kryddið  með salti og pipar.

Þetta er falleg sjón, laufin að fara að blandast súpunni.

Þið sem eruð með ferska brenninetlu skuluð tína hana með hönskum og skola laufin vel undir vatni áður en þið setjið hana út í súpuna. Þurrkuð brenninetla stingur ekki eins mikið. Ef hún stingur ykkur, alls ekki hafa áhyggjur af því, þetta er bara þægileg áminning um að náttúran er að verja sig og sína. Þið getið maukað súpuna en ég gerði það ekki. Súpan er tilbúin. Ausið nú á diskana, setjið smá rjóma ofan á, nokkra graslauksbita og malaðan svartan pipar.

Verði ykkur að góðu.

Ps: Ekki vera hrædd um að nettlan brenni ykkur í tunguna eða munninn, allir stingir soðna úr laufunum við suðuna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s