Finnsk kaffikaka

Mín góða vinkona Iðunn bakar oft hinar ótrúlegustu kökur. Í einni af hennar veislum bauð hún upp á þessa góðu köku. Uppskriftina fékk hún frá finnskri vinkonu sinni. Í kökunni eru hin bragðgóðu og stökku valmúafræ (poppy seeds), sem gefa kökunni hnetubragð og einnig er sítrónu börkur og safi í henni.

Tilefnið fyrir bökun þessarar köku var heimsókn frá Hildi frænka sem var að koma í heimsókn frá Englandi og við höfðum ekki sést síðan sumarið 2010. Þegar búkonur eiga von á gestum þá bíða uppskriftirnar í röðum eftir að vera notaðar og nú var loksins komin röðin að þessari góðu köku.

Valmúafræ hafa almennt gengið undir nafninu birkifræ hér á landi. Talið er að fræin hafi verið notuð í matargerð í allt að 3000 ár og í dag eru þessi fræ notuð víða í heiminum í kökur og brauð. Fræin koma úr valmúa (Papaver somniferum), þau eru auðug af næringarefnum og sögð vera fyrirbyggjandi hvað varðar krabbamein. Þau eru t.d. ræktuð í Rúmeníu, Tyrklandi, Hollandi, Ástralíu og Kanada. Þeir sem betur þekkja til vita einnig að ópíum og morfín er unnið úr þessari kröftugu jurt.

Fræin virka ekki á okkur og eru með öllu áhrifalaus en hins vegar eru þau lúmsk á þann máta að ef þú ferð í lyfjapróf eftir að hafa neytt þeirra þá mun mælast í blóðinu merki um að þú hafir neytt ópíumskyldra efna. Svona er nú lífið spennandi. Hér á landi eru þessi fræ óhemju dýr og ég mæli með því að panta stórann poka á netinu frá t.d. fyrirtækinu Mountain Rose Herbs.

Þessi kaka krefst mikils smjörs og nokkuð margra eggja sem eru góð meðmæli með köku sem á ekki að nota í megrunarkúr en á að vera bragðgóð.

Innihald
6 egg
Sítrónubörkur af þremur lífrænt vottuðum sítrónum, mjög smátt saxaður börkur
250 g smjör, brætt
1 dl valmúafræ
350 g hveiti
1 msk lyftiduft
Safi úr einni sítrónu
1 dl mjólk

Þeytið egg og sykur í um það bil 10 mín, bætið þá smátt söxuðum sítrónuberkinum við og hrærið vel saman við. Síðan er valmúafræjunum, mjólkinni, sítrónusafanum og brædda smjörinu blandað varlega saman við, hrært þar til vel samlagað. Að endingu fer hveitið og lyftiduftið út í, hrærið þar til allt hveitið hefur blandast vel saman við blauta blönduna. Hveitið vill hlaupa í köggla en ekkert mál að að hræra saman með vélinni eða handaflinu, notið písk.

Fræin líta út eins og litlar freknur á kökunni

Smyrjið smelluform vel með smjöri, bæði botn og hliðar. Hellið deiginu í formið og bakið kökuna í um það bið 30-60 mín við 165°.

Finnsk kaffikaka nýkomin út úr ofninum

Á meðan kakan er að bakast er gott að búa til sýrópið sem á að hella yfir hana heita.

Sýróp
2 dl sykur
Safi úr tveimur sítrónum

Setjið allt í pott hrærið vel saman. Hitið varlega upp að suðu, takið af hellunni.

Þegar kakan kemur úr ofninum þá er mjög auðvelt á ná henni úr forminu, skellið henni á kökudiskinn sem hún á að vera á og dreifið sýrópinu vel og jafnt yfir kökuna með skeið, notið allt sýrópið. Berið fram eina og sér eða með rjóma. Alveg hrikalega gott.  Ps: þið sem eruð sykurgrísir getið hulið kökuna með hvítum glassúr og skreytt með sítrónuberki eða valmúafræum.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s