Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

Ég baka alltaf köku á 17. júní sem ég kalla Þjóðhátíðarköku. Hvert ár vel ég uppskrift af köku sem ég hef aldrei gert áður. Það gerir daginn hátíðlegri að geta boðið upp á Þjóðhátíðarköku. Fyrir valinu þetta árið varð döðlu- súkkulaði og valhnetukaka og uppskriftin kemur frá tengó.

Það sem meira er um þessa uppskrift er að hún hefur ratað í einstaklega fallega og áhugaverða uppskriftarbók sem heitir The Ponzi Vineyards Cookbook. Þar er kakan kölluð „Icelandic coffee cake“. Höfundur bókarinnar er kona að nafni Nancy Ponzi sem er mágkona tengdó en Nancy fékk oft þessa köku þegar hún kom í heimsókn í sveitina.

Mér þykir oft mjög merkilegt hið mikla ferðalag sem uppskriftir geta farið í. Þær ferðast á milli ættingja og vina og síðan á milli landa og heimsálfa.  Þess vegna mæli ég eindregið með því að þegar þið fáið uppskrift að skrifa niður hjá ykkur hvar þið fenguð uppskriftina, hver gaf uppskriftina og hvenær. Það gefur uppskriftinni rætur og sögu sem kryddar tilveru okkar og þeirra sem fá að njóta uppskriftanna.

Þessi kaka er einfaldleikinn uppmálaður sem borin er fram með rjóma eða ís. Eins og ég hef áður sagt þá er einfaldleikinn það besta þegar verið er að elda, baka eða bardúsa annað í lífinu.

Innihald
200 g sykur
90 g mjúkt smjör
2 egg
50 ml AB mjólk eða súrmjólk
50 ml vatn
190 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
70 g saxaðar döðlur
70 g saxað suðusúkkulaði
70 g saxaðar möndlur

Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn upp í 180°C og smyrjið hringlaga form sem er um það bil 25 cm í þvermál.

Þetta form er svo fallegt og einnig er auðvelt að ná kökum úr því vegna þessa litla skerara sem er áfastur. Þetta form kemur úr Góða hirðinum en þar hef ég rekist á ótrúlega fjársjóði hvað varðar eldhúsdót.

Þeytið síðan vel saman í stórri skál sykur og smjör, þar til blandan er orðin þykk, því næst fara eggin út í þessa blöndu og þeytið vel saman. AB mjólkina skuluð þið hræra saman við vatnið í lítilli skál eða í stóru glasi. Hveitinu, lyftiduftinu og matarsódanum er blandað vel saman í sér skál. Að þessu loknu er AB mjólkurblöndunni og þurrefnablöndunni hellt út í stóru skálina ásamt döðlum, súkkulaði og möndlum. Hrærið allt varlega saman með sleif. Hellið í formið og dreifið vel úr deiginu. Bakist í um það bil hálftíma. Prófið hvort kakan sé tilbúin með því að stinga prjón í kökuna þar sem hún er þykkust ef eitthvað kemur á prjóninn bakið aðeins lengur.

Verði ykkur að góður.

Kakan nýkomin út úr ofninum, það er góð tilfinning þegar baksturinn tekst með ágætum.

2 thoughts on “Þjóðhátíðarkaka ársins 2012

    • Já Þjóðhátíðarkaka hljómar mjög virðulega. Á næsta ári verður hún með rjóma, bláberjum og jarðarberjum. Búkonan nýtir hvert tækifæri sem gefst til að baka kökur eða brauð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s