Þar sem það var þáttur í sjónvarpinu í gærkveldi um hráfæði þá mundi ég eftir einu hráfæðis uppskriftinni minni og auðvitað er það kaka sem er kölluð næringarríkt sælgæti. Hreint undur. Auglýsingar
Posted in júlí 2012 …
Alls kyns frá móður jörð
Þessir fögru tómatar vaxa í gróðurhúsinu okkar. Húskarlinn er sérfróður um nöfn þeirra og bragðgæði. Ég gúffa þeim bara í mig og nöfnin þeysast um hausinn á mér. Hvern laugardag eru þeir seldir á sveitamarkaðinum í Mosfellsdal hjá Mosskógum, frá kl 11:00 til 16:00 ef þeir eru ekki uppseldir þá.
Ofnbakaður urriði
Á dögunum kom vinur okkar í heimsókn með stóran urriða sem við elduðum saman. Fiskurinn var fagur að sjá og þar sem náttúran er við eldhúsdyrnar hjá okkur var náð í hvönn, skessujurt og brokkólí lauf út í garð til að vefja utan um hinn fagra fisk. Tómata var síðan náð í út í gróðurhús.
Rabarbarakaka Möðrudals á Fjöllum
Á Möðrudal á Fjöllum er rekin ferðaþjónusta af vinkonu minni og eiginmanni hennar. Ásamt því að bjóða upp á gistingu þá reka þau einnig kaffihúsið Fjallakaffi sem er stútfullt af íslensku bakkelsi og þar er t.d. hægt að fá þessa yndælis sumarköku.
Heilsukaka Dagnýjar
Þessa köku smakkaði ég fyrst hjá Dagnýju vinkonu í matarboði fyrir fjallageitur. Ég man hvað ég hlakkaði til að smakka kökuna og eftir fyrstu sneiðina var bara ekki hægt að hætta. Þú bara verður að fá þér aðra sneið og þá með miklum rjóma.
Aspas fritatta
Fritatta er réttur þar sem grunnurinn er egg og síðan er bætt út í grænmeti eða kjöti. Það er mikið að gera hjá búkonunni og þá eldar hún oftast eitthvað sem er einfallt og hollt. Einnig reyni ég að nota sem mest úr garðinum eða gróðurhúsinu sem er að fyllast af yndislegum tómötum.