Aspas fritatta

Fritatta er réttur þar sem grunnurinn er egg og síðan er bætt út í grænmeti eða kjöti. Það er mikið að gera hjá búkonunni og þá eldar hún oftast eitthvað sem er einfallt og hollt. Einnig reyni ég að nota sem mest úr garðinum eða gróðurhúsinu sem er að fyllast af yndislegum tómötum.

Það er ekki bara að við séum með 1667 salatplöntur að vaxa úti í garði, þá erum við einnig komin með býflugnabú og það tvö stykki. Ég fæ spenning í magann í hvert skipti sem ég er að fara að opna búin en þegar ég er komin af stað og búið er opið þá hellist yfir mig ótrúleg ró. Ég dáist svo af býflugunum sem eru svo ótrúlega duglegar. Veðrið hefur leikið við okkur og það er gott fyrir býflugur þar sem þær fara ekki mikið út í regni.

En yfir í Fritatta. Þessi aspas fritatta hefur verið á matseðlinum mínum lengi og er ótrúlega góð. Ég mæli með henni á borðið ásamt salati, brauði og tómata bruschettu.

Innihald
Ein dós aspas eða um sex til átta spjót af ferskum aspas
1 laukur, saxaður smátt

4 geirar hvítlaukur, saxaðir smátt
3 egg
2 dl mjólk
1 msk vatn
Salt
Pipar
Einn tómatur, skorinn í sneiðar
Nokkrar ostasneiðar

Byrjið á því að saxa lauk og hvítlauk. Hitið slurk af olivíu olíu á pönnu sem má setja inn í ofn. Þegar olían er orðin heit setjið þá laukana á pönnuna og látið þá svitna lítillega. Til að athuga hvort olían sé orðin heit, skvettið nokkrum vatnsdropum á pönnuna, snarkið gefur til kynna að hitinn sé orðin nægur. Hellið vatninu vel af aspasinum og dreifið úr honum yfir laukinn, látið hitna á meðalhita. Á meðan aspasinn hitnar pískið þá saman í skál: eggjum, mjólk, vatni, salti og pipar. Hellið nú eggjablöndunni yfir aspasinn og laukinn á pönnunni. Látið hitna í 5 mínútur á pönnunni. Setjið nú tómatasneiðarnar ofan á alla dýrðina, smá krydd og ost eftir smekk. Ég notaði appelsínugulann tómat, eitt af sjö afbrigðum sem við ræktum í gróðurhúsinu. Að endingu fer pannan inn í ofninn í um það bil 40 mín á 180°C. Fritattan er tilbúin þegar hún hefur risið aðeins og hefur tekið á sig brúnan lit.

Verði ykkur að góðu.

Einföld aspas fritatta með tómati úr gróðurhúsinu, salat úr garðinum, bruschetta með tómötum og basil úr gróðurhúsinu. Dúkurinn er í uppáhaldi enda var hann eign Huldu ömmu minnar á Blönduósi, sem var mikil hannyrða- og matargerðar kona.

One thought on “Aspas fritatta

  1. Mmmmm….svona var einu sinni eldað fyrir mig á Dunhaganum. Get því dásamað þenan rétt frá fyrstu hendi-tungu 🙂
    kv.iddapidd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s