Heilsukaka Dagnýjar

Þessa köku smakkaði ég fyrst hjá Dagnýju vinkonu í matarboði fyrir fjallageitur. Ég man hvað ég hlakkaði til að smakka kökuna og eftir fyrstu sneiðina var bara ekki hægt að hætta. Þú bara verður að fá þér aðra sneið og þá með miklum rjóma.

Auðvitað snapaði ég uppskriftina frá henni og hef bakað þessa köku oft síðan.

Í þessari köku er enginn sykur en það er t.d.  spelt hveiti og þú ræður hvort þú notar fínt eða gróft spelt hveiti, 70% súkkulaði og það er vínsteinslyftiduft. Hljómar allt voða öðruvísi fyrir þá sem ekki hafa vogað sér yfir í þessa línu. En þetta er ótrúlega einfallt. Þú ferð bara út í búð og verslar þetta. Ekki hafa áhyggjur af því að eftir þetta sitjir þú uppi með vörur sem bara sé hægt að nota í þessa köku. Spelt er hægt að nota í staðin fyrir hveiti og vínsteinslyftiduft í staðin fyrir venjulegt lyftiduft. Vínsteinslyftiduft ættu allir alltaf að nota því það er ekki með hættulegum aukaefnum eins og áli, sem er í flestu lyftidufti. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Döðlur gera allar kökur yndislega bragðgóðar. Þær eru næringaríkar og innihalda t.d. trefjar sem eru góðar fyrir meltinguna,  steinefni og A-og C- vítamín sem hjálpa til við að viðhalda góðri sjón og einnig styrkja þessi vítamín ónæmiskerfið. Sem sagt döðlur eru ofur fæða og reynið að borða sem mest af þeim. Ef döðlurnar ykkar eru ekki mjúkar, leggið þær aðeins í vatn áður en þið farið að skera þær í bita. Bollamálið hér fer bara eftir þeim fallega kaffibolla sem þið eigið en ef þið eruð ekki með neitt þannig þá er hægt að skoða hér á síðunni minni upplýsingar um mælieiningar.

Innihald
1 bolli smátt skornar döðlur
1 bolli smátt skornar valhnetur
1 bolli smátt skorið 70% súkkulaði, súkkulaðiplata sem vegur 100 g
3 msk fínt spelt hveiti
3 msk vatn
2 egg
1 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt

Aðferð
Byrjið á því að saxa döðlur, hnetur og súkkulaði. Það er ekkert bindandi að nota valhnetur, notið þær hnetur sem þið eru mest hrifin af. Í dag átti ég bara möndlur og heslihnetur og lét það duga, það kom mjög vel út. Blandið öllum innihaldsefnunum  saman í skál og látið standa við stofuhita í um það bil 15 mín.

Allt að koma saman.

Setjið í vel smurt hringlaga form um 22 cm í þvermál og dreifið vel úr deiginu. Til að sleppa við að smyrja formið þá hefur það reynst mér vel að setja smjörpappír ofan í formið og hella deiginu síðan ofan á hann. Þannig er auðvelt að hvolfa kökunni ofan í kökudiskinn og rífa pappírinn síðan ofan af botninum. Bakið í 30-40 mínútur í miðjum ofni við 180°C. Berist fram með þeyttum rjóma og jarðarberjum.

Verði ykkur að góðu.

Þarna var ég að ganga frá eftir myndatökuna en fannst þetta einhvern vegin fín uppsetning, allt ofan á eldavélinni og grindinni sem ég kæli kökur og brauð ofan á.

9 thoughts on “Heilsukaka Dagnýjar

  1. Sæl elskan
    Er að leggja lokahönd á gerð þessarar köku….notaði pistasíur og kasjúhnetur í stað valhneta??? Og blöndu af döðlum og gráfíkjum í stað daðlanna eingöngu???? Og blöndu af agavesírópi og sykri í stað hrásykurs??? Og blöndu af 70% súkkulaði og Orange Konsum súkkulaði í stað 70% eingöngu??? Já erfitt að fara eftir uppskriftum….en hlakka til að sjá útkomuna….eru jarðarberin alveg ómissandi með?? Á svo bara 24 cm form, ætli það sleppi ekki líka…spurning hvort það sé hægt að halda því fram að þetta sé sama uppskriftin??? Læt þig vita hvernig fer….

  2. Hefði kannski átt að sleppa gráfíkjunum en kakan er góð…átti bara ekki nógu margar döðlur…
    takk fyrir skemmtilegt blogg

  3. Bakvísun: Heilsukaka Dagnýjar | Uppsprettan

    • Já það er það besta við uppskriftir þær fá ný nöfn, breytast og færast á milli fólks. Í minni er t.d. enginn sykur og engin olía en það er í þeirra uppskrift sem þú (nafnlaus) bendir á. Einnig er minna hveiti í minni uppskrift. Kveðja Búkonan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s