Rabarbarakaka Möðrudals á Fjöllum


Á Möðrudal á Fjöllum er rekin ferðaþjónusta af vinkonu minni og eiginmanni hennar. Ásamt því að bjóða upp á gistingu þá reka þau einnig kaffihúsið Fjallakaffi sem er stútfullt af íslensku bakkelsi og þar er t.d.  hægt að fá þessa yndælis sumarköku. 

Þau eru heppin að eiga stóran rababaragarð sem gefur þeim nóg af uppskeru sem hægt er að nota yfir sumarið og síðan frysta þau nóg fyrir veturinn.

Ég er einnig heppin því ég hef aðgang að nokkrum stórum rabarbaragörðum í nágreninu og einnig fyrir norðan. Ég hef aldrei keypt rabarbara og dytti það ekki í hug, mikið er til af rabarbara á Íslandi sem ekkert er nýttur og það er miður þar sem þetta er öndvegis jurt fyrir bakarann eða kokkinn. Ég er búin að taka um 12 kg af rababara, saxa hann og frysta. Ég mæli með að setja eitt eða tvö kg í hvern poka og merkja síðan pokann með ártali og kílóafjölda. Það gefur þér betri nýtingu á rabarbaranum að frysta hann í minni pokum og einnig ertu fljótari að afþýða hann. 

Nýþvegnir leggir ofan á svörtum russlapoka í fögru og grænu grasi. Mér þykir best að nota garðslönguna og þvo leggina úti þegar þeir eru svona stórir og margir.

Allt í gangi: söxun, vigtun og pökkun.

Þegar þú notar rabarbara í kökur sem er frosin þá verður þú að afþýða hann og kreysta úr honum vatnið áður en þú setur hann í kökuformið. Gott er að setja smá gat á botninn á pokanum og setja pokann með öllum frosna rabarbaranum ofan í vaskinn. Þegar þú vaknar næsta morgun þá er rabarbarinn afþýddur, vatn hefur lekið úr pokanum og hægt er að kreista restina af vatninu úr honum. Þessi kaka er sérstaklega krakkavæn og þá meina ég til að búa til með börnum sem eru að taka sín fyrstu skref í eldhúsinu.

Innihald
2 kg rabarbari, afþýddur og allur vökvi kreystur úr honum
1 dl sykur
100 g  suðusúkkulaði, gróft saxað

Setjið rabarbarann í form, ég notaði stórt sporöskjulagað form en prófið ykkur áfram með þau form sem þið eigið. Stráið síðan sykrinum yfir rabarbarann og dreifið súkkulaðibitinum yfir.

Grænn og brúnn passa vel saman, þetta er einum og girnilegt.

Deig
2 dl hveiti
1 dl sykur
110 g smjör

Blandið þessu vel saman, þar til smjörið hefur samlagast sykrinum og hveitinu.

Svona ætti smjördeigið ykkar að líta út þegar það er tilbúið.

Myljið smjördeiginu jafnt yfir rabarbarann og að endingu er gott að setja smá kanilsykur yfir þetta.

Tilbúin fyrir ofninn.

Bakið við 160°C eða þar til bubblar vel í kökunni.

Verði ykkur að góðu.

Þetta er náttúrulega ekki hægt að bara fram án þess að smella rjóma á diskinn og skella einu íslensku jarðarberi á hvorn disk. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s