Ofnbakaður urriði

Á dögunum kom vinur okkar í heimsókn með stóran urriða sem við elduðum saman. Fiskurinn var fagur að sjá og þar sem náttúran er við eldhúsdyrnar hjá okkur var náð í hvönn, skessujurt og brokkólí lauf út í garð til að vefja utan um hinn fagra fisk. Tómata var síðan náð í út í gróðurhús.

Það er enginn uppskrift hér í boði með mælieiningum.  Hér verðið þið að leika ykkur að fingrum fram. Við skötuhjúin ætluðum að gera einhverjar gloríur við þennan fisk en gesturinn veit lengra en nef hans nær og tók yfir stjórnina. Úr varð frábær fiskiveisla sem við munum seint gleyma.

Innihald
Einn stór urriði
Hvönn, söxuð
Skessujurt, söxuð
Hvítlaukur, saxaður smátt
Bragðmiklir lífrænt ræktaðir konfekt tómatar, eða venjulegir

Brokkólílauf til að vefa utan um fiskinn
Salt og pipar

Fiskurinn var tekinn og skorinn upp frá sporði og upp í kverk. Skerið vel inn í hann og upp að hryggsúlunni.

Fagur fiskur úr á.

Leggið fiskinn ofan á álpappírinn sem á að rúlla utan um hann. Næst er að setja um þrjá smátt saxaða hvítlauksgeira inn í fiskinn og einnig saxaða skessujurt og hvönn. Kryddað með salt og pipar.

Hvönn og skessujurt saxaðar, ferskleikinn í fyrirrúmi.

Helmingaðir tómatar eru síðan settir í kring um fiskinn og inn í hann og síðan er brokkólílaufum vafið utan um fiskinn.

Allt tilbúið.

Öll þessi dýrð er síðan vafin kyrfilega inn í álpappír og bökuð við 180°C í 45 mínútur.

Innvafinn sumargjöf.

Berið fram með Jasmín hýðishrísgrjónum, salati og tómatasalati sem búið er að setja extra virgin olivíuolíu á, Maldon sjávarsalt, smátt saxaðan lauk og basiliku.

Tómatasalat sem erfitt er að hætta að borða.

Bestu þakkir fær Bárður veiðikló fyrir fiskinn og eldamennskuna!

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s