Berjamúffur

Það er gaman að eiga nóg af frosnum berjum til þess að baka úr. Ég tíni mikið af berjum á haustin og svo frysti ég þau. Síðan á ég nóg til þess að nota í bakstur, eldamennsku og í hina ýmsu drykki. Í þessar múffur notaði ég hindber og bláber. 

En uppskriftin gefur kost á því að nota hvaða ber sem er. Það sem fékk mig til að baka þessar múffur var að það er ekkert hvítt hveiti í þeim og ekki heldur sykur. Hins vegar eru hunang, heilhveiti og hafrar í þeim. Þessi uppskrift býður upp á það að þið leikið ykkur með samsetningu og gerðir hveitisins, það er engin föst regla að hveitið eigi bara að vera heilhveiti.  Það hefur verið talað um að hvítt hveiti, sykur og ger séu þau efni sem valdi t.d. áunninni sykursýki, hjartasjúkdómum, offitu og sveppasýkinginum. Allt er gott í hófi er mín regla. Bláber og hindber eru svokölluð ofurfæða sem við ættum öll að vera að innbyrða oft á viku.

Múffurnar eru langbestar beint út úr ofninum, volgar og ótrúlega mjúkar. Uppskriftin kemur úr bókinni Simply in Season, sem er eftir Mary Beth Lind og Cathleen Hockman-Wert. Þetta er áhugaverð bók þar sem uppskriftirnar fara eftir því hvað er í boði hverju sinni á hverri árstíð. Þá meina ég hvað náttúran hefur upp á að bjóða t.d. jarðarber á sumrin og rótarávexti á veturna, sem við geymum eftir uppskeru sumarsins. Það er ekki eðlilegt að hægt sé að fá jarðarber vetur, sumar, vor og haust. En nú hætti ég að að prédika og hér er uppskriftin.

Innihald
190 g heilhveiti
85 g hafrar
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 tsk kanill
1 egg
250 ml mjólk
60 ml olía
60 ml hunang

350 g ber að eigin vali, t.d. bláber og hindber

Blandið þurrefnunum saman í skál og í annarri skál blandið þið saman blautu efnunum sem síða er hellt yfir í þurrefnaskálina. Hrærið saman.

Setjið síðan út í deigið þau ber sem þið viljið nota. Best er að setja frosin ber beint út í deigið og hræra sem allra minnst. Ef þið hrærið of mikið þá verður deigið grátt sem er alls ekki girnilegt.

Hindber og bláber eru fagurt par.

Setjið nú um það bil 2 msk af deigi í hvert múffuform.

Þessi uppskrift gerir um það bil tólf múffur.

Bakið við 180°C í um það bil 25 mínútur. Eða þar til múffurnar eru orðnar fallega brúnar.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s