Sælkera saltfiskur með tómötum og ólífum

Saltfiskur er hráefni sem ég hef mikinn áhuga á ásamt súpum.  Er búin að finna nokkrar uppskriftir sem ég verð að prófa og í dag prófaði ég þessa uppskrift þar sem tómatar og laukar spila stórt hlutverk. Það verður að segjast að þessi réttur kom á óvart með bragðgæðum og einfaldleika.

Þegar verið er að nota salftisk er oft talað um útvatna og roðfletta í uppskriftunum. Þetta er hið minnsta mál þegar rétt er staðið að hlutunum. Að útvatna er að skella frosnum flökunum eða bitunum í kallt vatn í vaskinum og leyfa þeim að dúsa þar í svona heilann dag. Þetta tekur hið brimsalta bragð úr fiskinum en skilar honum til þín með góðu saltbragði.

Það er hægt að nálgast ágætis frosinn saltfisk í hinum ýmsu matvörubúðum hér á landi, hins vegar þykir mér undarlegt að ekki sé hægt að kaupa saltfisksflök eins og voru breidd út í sólinni hér í den í hverri fiskbúð. Þessi saltfiskur fer flestur til útlanda en við fáum bara frosin stykki, undarlegt í alla staði.

Að roðfletta ófrosinn fisk getur tekið tímanna tvenna og nokkur blótsyrði. Hins vegar að roðfletta fisk sem er aðeins farin að þiðna er létt verk sem gert er með bros á vör. Þegar þú getur náð smá örðu af roðinu upp af frosnu flakinu þá er ekkert mál að halda áfram og rífa það af fiskinum með einu handtaki. Volla! Svo er bara að láta fiskinn útvatnast fram að eldunartíma.

Uppskriftin kemur úr bókinni, Með veislu í farangrinum, matreiðslukver ferðamannsins, eftir Ingibjörgu Guðrúnu Guðjónsdóttur og Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur, ég hef  aðeins breytt uppskriftinni.

Innihald
800 gr saltfiskur, útvatnaður, roðflettur, skorinn í smáa bita
1 kg soðnar kartöflur, skornar í bita sem hæfa munnbitum
400 g tómatar úr dós, helst lífrænt vottaðir
8 ferskir tómatar, skornir í bita
1 laukur, saxaður smátt
1 púrrulaukur, notaði graslauk úr garðinum, saxaður
5 hvítlauksrif, söxuð
Steinselja og blóðberg (timjan)
1 -2 msk ólífuolía
1 stöngull sellerí, saxaður í sneiðar, gott að nota laufin líka
30 ólífur, má alveg helminga, fer allt eftir smekk hvers og eins
Salt og pipar
Timjan/blóðberg
Fersk steinselja, handfylli

Aðferð
Afhýðið kartöflurnar og skerið í álíka stóra bita, sjóðið í léttsöltu vatni þar til þær eru orðnar lítillega mjúkar, það tekur venjulega 20 mínútur, hellið öllu vatninu af.

Þarna er fallega, ferska selleríið mitt, ég tók tvo stöngla af því í þennan rétt.

Saxið allt grænmetið.

Séð frá vinstri: graslaukur, hvítlaukur, matlaukur, sellerí.

Steikið síðan kartöflurnar, laukana, selleríið og tómatana á frekar stórri pönnu í nokkrar mínútur.

Þessi litadýrð er ótrúleg, þarna eru fagrir og bragðgóðir tómatar úr gróðurhúsinu okkar ásamt laukum og sellerí að byrja að blanda geði.

Hellið síðan niðursoðnu tómötunum og ólífunum yfir allt klabbið og látið þetta malla í um það bil 10 mín við lágan hita. Saltið mjög lítið, setjið ferskan svartan pipar, blóðberg ef þið eigið en timjan er einnig mjög gott og að lokum klippið þið handfylli af ferskri steinselju yfir allt. Ef pannan er ekki nógu stór verið þá ekkert að setja allar kartöflurnar út í réttinn, það er líka gott að hafa þær sér á borðinu. Bætið nú brytjuðum saltfisknum út í og hrærið varlega saman við. Látið malla í um það bil 10 mínútur í viðbót. Berið fram með góðu brauði og fersku salati.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s