Gulrótarsúpan frá Gautaborg

Gulræturnar okkar eru tilbúnar og það er mikil gleði með það hér á bæ. Vel til tókst að rækta þær í þremur nýjum beðum sem við útbjuggum í vor. Við notum ekki tilbúin áburð og aldrei skordýraeitur. Afurðirnar eru sem draumur sem kemur upp úr jörðinni og nú varð ég að búa til yndælis gulrótarsúpu.

Þessi uppskrift barst til mín í gegnum flóknar krókaleiðir og nafnið á einhverjar rætur að rekja til Svía ríkis, þannig að ég veit ekki hvaðan uppskriftin kemur en það skiptir ekki máli þar sem súpan er dúndur góð. Gulrætur eru með því hollara sem hægt er að láta inn fyrir sínar varir. Það er sagt að grænmeti segi okkur fyrir hvað það sé gott, en gulrætur eru með hringi innan í sér sem minna á augu, enda eru þær sérlega góðar fyrir sjónina og eru fullar af A-, B- og C- vítamínum. Einnig eru þær auðugar af steinefnum eins og járni, fosfóri og kalsíum.

Það var erfitt að taka þær ekki allar upp þar sem það er svo gaman að taka upp gulrætur, en ég náði að hemja mig, hér eru myndir af litlu uppskerunni fyrir gulrótarsúpuna.

Fallega gulrótarbeðið okkar, þetta er frumskógur af gulrótum.

Þetta er garðyrkju fegurð hin meiri.

Innihald

2 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 laukur, saxaður
2 sellerístönglar, saxaðir
1 msk ferkst engifer, saxað smátt
2 msk hveiti
12 dl grænmetissoð (2 lífrænt vottaðir grænmetisteningar og vatn)
400 g gulrætur, rifnar niður
1 tsk karrý
1 tsk cumin
1/2 tsk svartur pipar
1 dl döðlur, skornar í bita
1 msk sítrónusafi
Ab mjólk til að setja ofan á súpuna

Byrjið á því að setja upp grænmetissoðið. Vatn og tveir lífrænt vottaðir grænmetisteningar settir í pott, suðan látin koma upp, hrærið vel og takið af hellunni. Á meðan soðið er að verða tilbúið skuluð þið saxa allt sem saxa þarf: hvítlauk, lauk, sellerí og engifer.Döðlurnar saxið þið í netta bita. Að seinustu rífið þið niður gulræturnar.

Til skálinni til vinstri er: laukur, hvítlaukur, sellerí og engifer, gulrætur í skálinni til hægri og saxaðar döðlur í glasinu.

Það er líka hægt að búa til sitt eigið grænmetissoð úr hinu ýmsa grænmeti og eiga soðið tilbúið í frysti. Tilvalið er að fyrsta það t.d. í gömlum ísboxum. Soðið getið þið búið til úr hinu ýmsa grænmeti sem þið sjóðið rólega saman á hægum hita, sigtið grænmetið frá og tilbúið er hið besta soð.

Mælið kryddin og setjið á disk. Þetta er mín aðferð að mæla og vigta allt áður en ég byrja að elda, það virkar best fyrir mig þar sem allt fer á flug í eldhúsinu þegar ég tek til starfa, minn ofvirki heili meikar ekki að sjá olíuna tilbúna á pönnunni en þá er eftir að saxa allt. En hver hefur sína aðferð.

Hitið síðan olíu í potti og steikið hvítlaukinn, laukinn, selleríið og engiferið í þrjár til fjórar mínútur. Takið af hellunni og stráið tveim matskeiðum af hveiti yfir, hitið aftur í um tvær mínútur og hrærið vel í. Hellið nú soðinu í pottinn og hrærið vel saman. Þá er næst að setja gulræturnar út í pottinn ásamt karrý, cumin og svörtum pipar, náð er upp suðu og lækkið svo hitann og látið malla í 10 mínútur. Þá er komið að því að bæta söxuðum döðlunum út í og súpan látin malla í fimm mínútur í viðbót.

Að lokum er súpan maukuð, annað hvort með því að setja hana í blandara eða mauka hana með töfrasprota. Ef þið setjið hana í blandara passið þá vel upp á að blandarinn sé vel lokaður, það er ekki gaman að fá yfir sig sjóðheita súpu. Hellið síðan aftur í pottinn og bætið sítrónusafanum saman við, hrærið rólega saman. Ausið á diska og setjið eina matskeið af Ab mjólk út á. Berið fram með góðu brauði.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s