Fyrsta hunangs uppskeran okkar

Spurningar, pælingar, undrun, gleði, spenna og margar aðrar tilfinningar hafa fylgt því að byrja að vera með býflugur. Stundum ljúf sár sársauki þegar þær hafa stungið mig vegna míns eigins klaufaskapar.  Í dag fengum við fyrstu hunangsuppskeruna okkar og því fylgdi mikil tilhlökkun.

Í gær fengum við aðstoð frá vönum býflugnabónda við það að velja ramma sem er hægt að slengja og taka hunangið úr. Við erum með tvö bú og þetta er okkar fyrsta ár með býflugur. Það er ótrúleg tilfinning að smakka sitt fyrsta hunang. Um mig fór svona þakkar tilfinning til flugnanna okkar sem eru svo duglegar og allra fögru jurtanna sem gefa af sér þessar guðaveigar. Það að halda býflugur er starf  þar sem unnið er með náttúrunni á 100% máta, allir njóta góðs af því. Býflugurnar frjóvga blómin, þær taka frjókorn og blómavökva frá jurtunum sem nýtist til að fæða næstu kynslóðir býflugna og svo tökum við manneskjurnar smá toll af þeirra fæðu sem gleður bragðlaukanna okkar ósegjanlega mikið.

Búkonan var í essinu sínu í dag ásamt húskarlinum sínum en hann er mikill býbóndi. Við fengum 2.2 kg af hunangi eða tvær og hálfa krukku, það er nóg fyrir okkkur.  Nú ilmar húsið okkar af hunangi, það er þung og sæt lykt. Hérna eru nokkrar myndir af ferlinu í dag. Kærar þakkir fá Torbjörn fyrir aðstoðina við að velja ramma og minnka búin og Þorsteinn fyrir lánið á slengivélinni sinni og einnig fyrir kennsluna í dag.

Hérna er verið að opna rammanna, með því að bræða bývaxið sem flugurnar eru búnar að setja yfir hunangið, þarna var notuð hitabyssa.

Svo eru rammarnir settir inn í slengivélina sem slengir hunanginu út úr römmunum. Það komast bara fjórir rammar í vélina.

Allt sett í gang. Þorsteinn og Tómas að ræða um hvernig slengivélar virka.

Svo er bara að opna kranann og ná öllu gullinu út úr vélinni.

Okkar fyrsta uppskera á leið í fagrar hunangskrukkur.

Þessi litur er bara til að deyja fyrir og einnig bragðið.

Seinustu droparnir að koma.

Afurðir sumarsins 2012 komnar í krukkur, okkar fyrsta hunang og 60 þúsund býflugna. Takk kæru býflugur og takk gjöfula jörð.

3 thoughts on “Fyrsta hunangs uppskeran okkar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s