Frakkland fyrir sælkera

Búkonan er í Frakklandi, nánar tiltekið í París. Þetta er engu öðru líkt fyrir matgæðinga að koma til Frakklands. Ostarnir, kjötið, fiskurinn, grænmetið, veitingastaðirnir, bakaríin og markaðirnir með öllu sínu ferskmeti.

Ég er mest að dunda mér við að rölta um borgina ásamt húskarlinum og smalanum. Smakka hinar ýmsu kökur, eftirrétti, brauð, súpur og kjötrétti sem mig langar síðan spreyta mig á þegar heim er komið.  Milli þess  sem ég borða þá er ég líka að lesa og njóta lífsins í görðunum fögru í París á meðan húskarlinn mundar penslana og fangar hin ýmsu fyrirbæri niður á pappír.

Það eru svo margir veitingastaðir hérna og oft er erfitt að velja sér stað eða mat já valkvíðinn er ekki það besta þegar kemur að mat. Frönsk matargerð er spennandi, hún nýtist við ferskt hráefni sem sett er fram á fallegan og spennandi máta.

Það að versla í matinn er hrein unun, því það lítur allt svo girnilega út sérstaklega þegar þú ferð á útimarkaðina. Það væri nú munur ef hægt væri að fara á svona markaði heima á klakanum.  Skelli hér inn nokkrum myndum þar sem myndir segja svo miklu meira en orð.

Kvöldmatur heima í kósí íbúðinni okkar. Brauð, nýgrillaður kjúklingur, ólífur, ferskt salat og ravíólí frá ítölsku búðinni.

Sveppir á útimarkaðinum, þetta er bara brot af dýrðinni. Það sést glitta þarna í ferskan aspas og lauka þarna í vinstra horninu á myndinni.

Epli og ferskur eplasafi frá eplabændunum, einnig epla og perusafi.

Þessi ostur er frábær, og með þeim stærri af Brie gerðinni sem ég hef séð.

Stóru tvö stykkin þarna eru smjör. Saltað og ósaltað smjör. Íslenskir bændur ættu að taka sig til og fara að búa til sitt eigið smjör aftur. Mjólkursamsalan er með eina gerð af smjöri í boði fyrir alla Íslendinga, þá meina ég sama bragð af  öllu íslensku smjöri. Er það ekki alveg ótrúlega leiðinlegt?

Þetta er bara smá brot af öllum þeim gerðum af ólífum sem hægt er að versla á útimarkaðinum í hverfinu okkar. Einnig endalaust af hinum ýmsu gerðum af tapenade.

Paprikur, eggaldin, fersk sellerírót fremst á myndinn og baunir.

Salatið er svo þétt í sér,ferskt og bragðmikið. Eitthvað sem er mjög sjaldgjæft að sjá á Íslandi, en finnst hjá nokkrum sérvitringum, þar á meðal okkur.

Svo varð að taka mynd af búkonunni að fá sér steik með piparsósu, frönskum og rauðvíni. Þarna er ég á veitingastaðnum La Rotonde í Montparnasse. Þetta var frábær máltíð og mun seint gleymast.

4 thoughts on “Frakkland fyrir sælkera

  1. Ég hef verið búsett í Frakklandi síðastliðin 7 ár og set big like á þessa færslu 🙂 Ef ég flyt einhvern tíma héðan þá mun maturinn, markaðirnir og allur matarkúltúrinn vera það sem ég mun sakna einna mest. Himnaríki fyrir gúrmetfólk 🙂 Njóttu!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s