Posted in október 2012

Fromage blanc

Fromage blanc

Þegar myrkrið færist yfir þá er gott að dunda sér í eldhúsinu við ostagerð. Bjó til Fromage Blanc í dag með þremur mismunandi brögðum: kúmen ost,hreinan ost og pipar ost.  Ostagerðar þekking var eitt sinn almenn hér á landi en þekkingin hvarf með breyttum tímum yfir til framleiðslufyrirtækja.

Smalabaka

Smalabaka

Þetta er enskur réttur sem oft er hægt að kaupa á krám í Englandi eða Skotlandi. Þessi smalabaka (Shepards Pie) er einhver girnilegasti pöbba matur sem ég hef borðað en ég hef aldrei búið þennan rétt til áður, fyrr en nú. 

Uxahalasúpan frá Svanshóli

Uxahalasúpan frá Svanshóli

Uxahalasúpa er ein af þessum súpum sem gott er að bjóða upp á þegar von er á mörgum í mat. Með henni er borin fram kartöflustappa og heimagert brauð. Uxahala er t.d. hægt að nálgast í Kolaportinu og best er að mæta fyrir hádegi á laugardegi því það er barist um þá af sælkerum.

Möndlukaka

Möndlukaka

Þegar við erum með matarboð þá búum við venjulega til eitthvað sem við höfum búið til áður. Því stundum tekst ekki alveg eins vel til og ætlað var og þá eru góð ráð dýr. En braut út af þessari reglu í dag. Bökuð var í fyrsta skipti möndlukaka sem var dásamlega góð.