Posted in nóvember 2012

Grænmetis chillí

Grænmetis chillí

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi chillís og þetta fannst mér sérstaklega spennandi og gott chillí þar sem notað er bulgur heilhveitikorn í stað hakks. Þetta er frábær réttur til að bjóða upp á ef von er á mörgum í mat þar sem uppskriftin er mjög stór.

Engifer og apríkósu smákökur

Engifer og apríkósu smákökur

Þessar engifer og apríkósu smákökur innihalda einnig spelt hveiti og súkkulaðibita. Þær eru svona smákökur sem myndu rjúka út ef þær væru seldar á heilsuveitingastað. Er ekki að ýkja það. Það er gaman að prófa að baka með öðrum innihaldsefnum en eru venjulega í kökum og þetta eru þannig smákökur

Bláberjabaka

Bláberjabaka

Frystikistan okkar er full af bláberjum sem eru notuð óspart í bakstur, sultugerð og beint út í hafragrautinn. Góður vinur okkar kom með sjóbirting til að hafa í kvöldmatinn og ég bakaði bláberjaböku eins og þær gerast bestar úti í Ameríku. Það verður alltaf að vera eftirréttur eftir góða máltíð.

Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Í kvefletikasti reif ég mig upp og bjó til þessa hressandi súpu. Hún er fljótleg og góð, það er t.d. chillí í henni, indverska kryddið garam masala og safi úr einum lime ávexti. Linsur eru þannig að það þarf ekki að leggja þær í bleyti áður en þær eru notaðar í súpur.

Súkkulaðiterta

Súkkulaðiterta

Ég ákvað að gefa þessa köku til einhvers sem ég þekki ekki neitt, tilgangurinn er að gleðja. Valin var klassísk súkkulaðiterta. Þessa hef ég oft búið til áður og hún er alltaf góð. Ég ætla að gera þetta af og til í vetur, að gefa það sem ég baka.