Súkkulaðiterta

Ég ákvað að gefa þessa köku til einhvers sem ég þekki ekki neitt, tilgangurinn er að gleðja. Valin var klassísk súkkulaðiterta. Þessa hef ég oft búið til áður og hún er alltaf góð. Ég ætla að gera þetta af og til í vetur, að gefa það sem ég baka.

Það eru margar ástæður fyrir því að ég tek upp á því að gefa kökur. Mér þykir gaman að baka en ég get bara alls ekki torgað öllum þessum tertum sem mig langar að baka. Mér þykir enn þá skemmtilegra að gefa en toppurinn er að gleðja fólk sem ég þekki ekki neitt.

Ef þú gerir einhverjum gott færðu það marglaunað til baka, hins vegar muntu ekki vita hvenær eða hvernig. Það kemur til þín í einhvers konar formi.

Ég valdi Katthollt til að fá þessa súkkulaðiköku vegna þess að ég dáist af því góða starfi sem þar er unnið í þágu katta sem eru heimilislausir. É g viðurkenni að þetta er galin bilun en mér leið ótrúlega vel eftir að ég afhenti tertuna til konu sem varð svo ótrúlega hissa og glöð.  Eins og vinkona mín Ásdís á Hólmavík segir: „Það  er alltaf gott að gera eitthvað bilað“.

Uppskriftin kemur frá Nigellu Lawson og er úr bókinni Feast, Food that celebrates life.

Innihald
200 g hveiti
200 g sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
40 g kakó
175 g mjúkt smjör, ef það er ekki mjúkt bræðið það þá
2 egg
2 tsk vanilludropar
150 ml sýrður rjómi, má vera Ab mjólk

Hitið ofninn í 180°C. Smyrjið tvenn form með smjöri sem eru um það bil 20 cm í þvermál.

Vigtið öll þurrefnin saman nema sykurinn, hann þeytið þið saman við eggin. Eftir það getið þið sett öll innihaldsefnin í eina skál, hrærið rólega saman. Hellið deiginu í formin. Bakið í um það bil 35 mínútur en byrjið að athuga með kökuna eftir um það bil 25 mínútur með því að stinga prjóni í hana. Ef prjóninn kemur hreinn úr kökunni þá er hún tilbúin.Takið kökuna úr ofninum og látið hana kólna í um það bil 10 mínútur. Það er gott að setja forminn ofan á grindur þannig að loft komist undir kökuna.

Súkkulaðikrem af betri gerðinni
75 g smjör
175 g suðusúkkulaði, brotið í litla bita
300 g flórsykur
1 msk sýróp
125 ml sýrður rjómi
1 tsk vanilludropar

Brjótið súkkulaðið í nokkra bita, setjið í pott ásamt smjörinu, bræðið yfir vatnsbaði. Pottur settur undir sem í er smá vatn, potturinn með súkkulaðinu og smjörinu settur þar ofan í. Bræðið vel saman, takið af hellunni og látið kólna. Á meðan súkkulaði blandan kólnar þá sigtið þið flórsykurinn. Þegar súkkulaðið eru farið að kólna þá er hægt að hræra sýrópinu, sýrða rjómanum og vanilludropunum saman við. Þegar þetta hefur samlagast súkkulaðiblöndunni, þá setjið þið að endingu flórsykurinn út í. Hrærið vel saman eða þar til engnir kekkir finnast í kreminu.

Setjið tertubotn á disk, þannig að botninn á tertunni snúi upp, smyrjið súkkulaði ofan á. Setjið næst lokið ofan á þannig að toppurinn á tertunni snúi upp. Smyrjið afgangnum af kreminu ofan á og á hliðar tertunnar.

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s