Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Í kvefletikasti reif ég mig upp og bjó til þessa hressandi súpu. Hún er fljótleg og góð, það er t.d. chillí í henni, indverska kryddið garam masala og safi úr einum lime ávexti. Linsur eru þannig að það þarf ekki að leggja þær í bleyti áður en þær eru notaðar í súpur.

Ég notaði grænar linsur í þessa súpu. Baunir eru mjög góður og ódýr prótín gjafi sem hægt er að nota í stað kjöts. Það er sniðugt að eiga alltaf grænar og rauðar linsur í skápunum, ásamt hvítlauk og lauk. Þá getur þú næstum því alltaf búið til góða súpu. Síðan ef þú átt tómata í dós eða góðan grænmetiskraft þá ertu komin með enn þá betri súpu. Byrjið bara að æfa ykkur, þessi súpa er ein af þessum uppskriftum sem er gott er að æfa sig á þegar verið er að taka fyrstu skrefin í bauna og linsu heiminum.

Uppskriftin kemur úr blaðinu Jamie, Making you a better cook, september blaðinu, 2012. Myndirnar eru aðeins dökkar en það er svo mikið myrkur úti og lítið ljós í eldhúsinu mínu. Vona að þið sjáið eitthvað.

Innihald
1 msk ólivíuolía
1 laukur, skorinn smátt
2 hvítlauksgeirar, skornir smátt
2 tsk af indverska kryddinu garam masala

1 tsk chillí duft
Salt og pipar
250 g grænar linsur
1 lime ávöxtur
1.5 l grænmetissoð

Vigtið 250 g af linsum og setjið til hliðar.

Vigtaðar og fallegar linsur tilbúnar í súpuna.

Setjið 1.5 l af vatni í pott ásamt 2 grænmetisteningum sem eru lífrænt vottaðir. Hrærið af og til í pottinum þar til komin er upp suða og setjið þá linsurnar út í. Saxið lauk og hvítlauk í smáa bita. Skerið lime ávöxtinn til helminga og kreystið úr honum safann, setjið  safann til hliðar.

Saxaður laukur og nýkreystur lime ávöxtur ásamt lime safa.

Setjið olíu á pönnu og laukinn út í. Þegar laukurinn er byrjaður að steikjast þá er hvítlauknum hellt saman við, steikið áfram í um það bil 2 mínútur. Þegar laukurinn er orðin mjúkur þá er kryddunum hellt saman við og allt hrært mjög vel saman á pönnunni.

Garam masala til vinstri og chillí sem kom beint af kryddmarkaðinum í Saudi-Arabíu. Takk Einar vinur fyrir að versla þessi dýrindis krydd fyrir búkonuna.

Þegar kryddin hafa samlagast lauknum vel á pönnunni þá er þessari blöndu hellt saman við linsurnar og soðið í pottinum. Þetta er látið malla í um það bil 40 mínútur, eða þar til linsurnar eru orðnar mjúkar. Þá er lime ávaxtasafanum hellt saman við, piprið og saltið, hrært vel saman, og súpan er tilbúin. Ég setti smá Ab mjólk ofan á súpuna þegar hún var komin á diskinn og svartan pipar þar ofan á, síðan skreytti ég  með steinselju.

Verði ykkur að góðu.

2 thoughts on “Linsubaunasúpa með lime ávaxtasafa

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s