Grænmetis chillí

graenmetischilli3_s

Ég hef lengi verið mikill aðdáandi chillís og þetta fannst mér sérstaklega spennandi og gott chillí þar sem notað er bulgur heilhveitikorn í stað hakks. Þetta er frábær réttur til að bjóða upp á ef von er á mörgum í mat þar sem uppskriftin er mjög stór. Gott er að hafa með þessu brauð og sýrðan rjóma. Við vorum þrjú sem borðuðum þetta chilli og við borðuðum mikið og þegar ég frysti afganginn þá fyllti ég 2 lítra ísbox.

Sem sagt risa uppskrift. Aðeins meir um bulgur. Bulgur eru brotin hveitikorn sem eru oftast unnin úr durum hveiti. Það þarf ekki að sjóða bulgur frekar en couscous, það er nóg að hella yfir það sjóðandi heitu vatni og þá blæs það út. Bulgur er er mjög próteinríkt og það gefur þessa hakkáferð á chillíið. Sem sagt frábært innihaldsefni.

Bulgur fæst í öllum heilsuverslunum og ekki vera feimin að spyrja um ráð hjá afgreiðslufólkinu, þau eru alltaf tilbúin í að deila af visku sinni. Það er eitt af mörgu sem er gaman við heilsubúðir, fólk þar hefur tíma til að spjalla og deila upplýsingum. Uppskriftin kemur úr bókinni Moosewood Cookbook sem er eftir Mollie Katzen.

Innihald
450 g lífrænt vottaðar óeldaðar nýrnabaunir
250 ml tómatsafi
190 g bulgur heilhveitikorn (bulgur wheat)
2 msk ólivíuolía
2 laukar, saxaðir
6-8 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 gulrót, söxuð í sneiðar
1 sellerí stilkur, saxaður í sneiðar
1 rauð paprika, söxuð í bita
2 tsk cumin
2 tsk basil
2 tsk chillí
1 1/2 tsk salt
Svartur pipar og cayanne til að smakka til
1 dós tómatar, 440 g
1 lítil dós tómatpúrra

Leggið baunirnar í bleyti nóttina áður, ég læt alltaf það mikið vatn í skálina að það flæði yfir þær.  Næsta dag þegar farið er út í matargerðina setjið þá baunirnar í pott með nægu vatni sem flæðir yfir þær og látið koma upp suðu. Látið þær síðan malla í um það bil 2 tíma, eða þar til þær eru orðnar mjúkar. Þegar þær eru tilbúnar skuluð þið hella öllu vatni af þeim. Passið vel að hafa nóg vatn á þeim meðan þær sjóða. Meðan baunirnar eru að sjóða er nægur tími til að skera grænmetið.

Litasamsetning grænmetis getur verið ótrúlega falleg. Selleríið og gulræturnar ræktuðum við sjálf og nú er til nóg í frystinum.

Þegar baunirnar eru tilbúnar þá er komið að því að hita tómatsafann að suðu. Hellið honum yfir bulgur hveitið sem búið er að koma fyrir í lítilli glerskál. Hrærið vel saman og setjið lok á skálina. Látið bíða í um það bil 15 mínútur.

graenmetischilli1_s

Bulgur heilhveitikorn að blandast tómatsafanum.

Blandið bulgur blöndunni eftir það saman við elduðu baunirnar. Hitið nú ólivíuolíuna á pönnu og steikið laukinn, helminginn af hvítlauknum, gulrótina, selleríið og paprikuna í kryddunum. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Nú er hægt að blanda grænmetinu saman við baunirnar, ásamt tómötunum og tómatpúrrunni. Bætið við þetta um það bil einum til tveim bollum af vatni. Eftir 15 mínútna suðu er restin af hvítlauknum sett saman við chillíið.

Látið nú chillíið malla í um það bil hálfa til eina klukkustund. Gott er að hræra af og til í pottinum og að öllum líkindum þarf að blanda meiru vatni saman við, þannig að þetta sé ágætlega þykk kássa. Smakkið til og bætið chillí eða svörtum pipar saman við. Þarna gerði ég mistök og demdi chillí dufti í pottinn áður en ég smakkaði! Það er bannað að gera, þetta varð smá sterkt á bragðið sem er mér að skapi en ekki öllum.

Berið fram með fersku brauði og sýrðum rjóma.

graenmetischilli4_s

Verði ykkur að góðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s